Íslenskur friðargæsluliði í stórhættu 7. febrúar 2006 18:30 Mikillar reiði gætir víða í Afganistan og kom til átaka milli mótmælenda og lögreglumanna nærri danska sendiráðinu í Kabúl. MYND/AP Íslenskur friðargæsluliði í Afganistan var í stórhættu þegar ævareiðir múslímar réðust á búðir sem hann var staddur í og brenndu bifreið hans. Utanríkisráðuneytið varar Íslendinga við að ferðast til Mið-Austurlanda vegna ólgunnar sem þar er út af myndbirtingum af spámanninum Múhameð.Friðargæsluliðinn, sem heitir Friðrik Jónsson, var staddur í Maymana-búðum Atlantshafsbandalagsins sem eru í norðvesturhluta Afganistan, þegar hópur bálreiðra múslima reyndi að komast þangað inn. Þeir vildu mótmæla myndbirtingu fjölmiðla af Múhameð spámanni og höfðu vitneskju um að í búðunum væri að finna Svía, Norðmenn og Finna.Til heiftarlegra átaka kom fyrir framan búðirnar sem lyktaði með því að þrír mótmælendur voru skotnir til bana og á sjötta tug slasaðist, þar af sex norskir friðargæsluliðar. Friðrik sakaði hins vegar ekki en hann var staddur þarna til að sækja sérútbúna jeppa sem Íslendingar skildu þar eftir í desember.Friðrik er ennþá í búðunum en hann hringdi strax í dóttur sína sem býr í Danmörku og lét vita að ekkert amaði að sér. Hann gaf ekki kost á viðtali í dag en að sögn utanríkisráðuneytisins lætur hann vel af sér. Annar jeppanna er gjörónýtur, líklega eftir að handsprengju var kastað að honum.Í dag eru níu Íslendingar á vegum friðargæslunnar í Afganistan, átta í Sjaksjaran í vesturhluta landsins og einn í Kabúl, og býst Geir Haarde utanríkisráðherra síður við að atburðir dagsins hafi áhrif á þátttöku okkar í verkefnum NATO í landinu.Vegna ólgunnar sem ríkir í Mið-Austurlöndum vegna myndanna af Múhameð gaf utanríkisráðuneytið út viðvörun til íslenskra ferðalanga um að ferðast ekki Sýrlands og Líbanon eins og sakir standa. Þá eru þeir Íslendingar sem staddir eru annars staðar á svæðinu hvattir til að sýna fyllstu aðgát. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Íslenskur friðargæsluliði í Afganistan var í stórhættu þegar ævareiðir múslímar réðust á búðir sem hann var staddur í og brenndu bifreið hans. Utanríkisráðuneytið varar Íslendinga við að ferðast til Mið-Austurlanda vegna ólgunnar sem þar er út af myndbirtingum af spámanninum Múhameð.Friðargæsluliðinn, sem heitir Friðrik Jónsson, var staddur í Maymana-búðum Atlantshafsbandalagsins sem eru í norðvesturhluta Afganistan, þegar hópur bálreiðra múslima reyndi að komast þangað inn. Þeir vildu mótmæla myndbirtingu fjölmiðla af Múhameð spámanni og höfðu vitneskju um að í búðunum væri að finna Svía, Norðmenn og Finna.Til heiftarlegra átaka kom fyrir framan búðirnar sem lyktaði með því að þrír mótmælendur voru skotnir til bana og á sjötta tug slasaðist, þar af sex norskir friðargæsluliðar. Friðrik sakaði hins vegar ekki en hann var staddur þarna til að sækja sérútbúna jeppa sem Íslendingar skildu þar eftir í desember.Friðrik er ennþá í búðunum en hann hringdi strax í dóttur sína sem býr í Danmörku og lét vita að ekkert amaði að sér. Hann gaf ekki kost á viðtali í dag en að sögn utanríkisráðuneytisins lætur hann vel af sér. Annar jeppanna er gjörónýtur, líklega eftir að handsprengju var kastað að honum.Í dag eru níu Íslendingar á vegum friðargæslunnar í Afganistan, átta í Sjaksjaran í vesturhluta landsins og einn í Kabúl, og býst Geir Haarde utanríkisráðherra síður við að atburðir dagsins hafi áhrif á þátttöku okkar í verkefnum NATO í landinu.Vegna ólgunnar sem ríkir í Mið-Austurlöndum vegna myndanna af Múhameð gaf utanríkisráðuneytið út viðvörun til íslenskra ferðalanga um að ferðast ekki Sýrlands og Líbanon eins og sakir standa. Þá eru þeir Íslendingar sem staddir eru annars staðar á svæðinu hvattir til að sýna fyllstu aðgát.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira