Íslenskur friðargæsluliði í stórhættu 7. febrúar 2006 18:30 Mikillar reiði gætir víða í Afganistan og kom til átaka milli mótmælenda og lögreglumanna nærri danska sendiráðinu í Kabúl. MYND/AP Íslenskur friðargæsluliði í Afganistan var í stórhættu þegar ævareiðir múslímar réðust á búðir sem hann var staddur í og brenndu bifreið hans. Utanríkisráðuneytið varar Íslendinga við að ferðast til Mið-Austurlanda vegna ólgunnar sem þar er út af myndbirtingum af spámanninum Múhameð.Friðargæsluliðinn, sem heitir Friðrik Jónsson, var staddur í Maymana-búðum Atlantshafsbandalagsins sem eru í norðvesturhluta Afganistan, þegar hópur bálreiðra múslima reyndi að komast þangað inn. Þeir vildu mótmæla myndbirtingu fjölmiðla af Múhameð spámanni og höfðu vitneskju um að í búðunum væri að finna Svía, Norðmenn og Finna.Til heiftarlegra átaka kom fyrir framan búðirnar sem lyktaði með því að þrír mótmælendur voru skotnir til bana og á sjötta tug slasaðist, þar af sex norskir friðargæsluliðar. Friðrik sakaði hins vegar ekki en hann var staddur þarna til að sækja sérútbúna jeppa sem Íslendingar skildu þar eftir í desember.Friðrik er ennþá í búðunum en hann hringdi strax í dóttur sína sem býr í Danmörku og lét vita að ekkert amaði að sér. Hann gaf ekki kost á viðtali í dag en að sögn utanríkisráðuneytisins lætur hann vel af sér. Annar jeppanna er gjörónýtur, líklega eftir að handsprengju var kastað að honum.Í dag eru níu Íslendingar á vegum friðargæslunnar í Afganistan, átta í Sjaksjaran í vesturhluta landsins og einn í Kabúl, og býst Geir Haarde utanríkisráðherra síður við að atburðir dagsins hafi áhrif á þátttöku okkar í verkefnum NATO í landinu.Vegna ólgunnar sem ríkir í Mið-Austurlöndum vegna myndanna af Múhameð gaf utanríkisráðuneytið út viðvörun til íslenskra ferðalanga um að ferðast ekki Sýrlands og Líbanon eins og sakir standa. Þá eru þeir Íslendingar sem staddir eru annars staðar á svæðinu hvattir til að sýna fyllstu aðgát. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Íslenskur friðargæsluliði í Afganistan var í stórhættu þegar ævareiðir múslímar réðust á búðir sem hann var staddur í og brenndu bifreið hans. Utanríkisráðuneytið varar Íslendinga við að ferðast til Mið-Austurlanda vegna ólgunnar sem þar er út af myndbirtingum af spámanninum Múhameð.Friðargæsluliðinn, sem heitir Friðrik Jónsson, var staddur í Maymana-búðum Atlantshafsbandalagsins sem eru í norðvesturhluta Afganistan, þegar hópur bálreiðra múslima reyndi að komast þangað inn. Þeir vildu mótmæla myndbirtingu fjölmiðla af Múhameð spámanni og höfðu vitneskju um að í búðunum væri að finna Svía, Norðmenn og Finna.Til heiftarlegra átaka kom fyrir framan búðirnar sem lyktaði með því að þrír mótmælendur voru skotnir til bana og á sjötta tug slasaðist, þar af sex norskir friðargæsluliðar. Friðrik sakaði hins vegar ekki en hann var staddur þarna til að sækja sérútbúna jeppa sem Íslendingar skildu þar eftir í desember.Friðrik er ennþá í búðunum en hann hringdi strax í dóttur sína sem býr í Danmörku og lét vita að ekkert amaði að sér. Hann gaf ekki kost á viðtali í dag en að sögn utanríkisráðuneytisins lætur hann vel af sér. Annar jeppanna er gjörónýtur, líklega eftir að handsprengju var kastað að honum.Í dag eru níu Íslendingar á vegum friðargæslunnar í Afganistan, átta í Sjaksjaran í vesturhluta landsins og einn í Kabúl, og býst Geir Haarde utanríkisráðherra síður við að atburðir dagsins hafi áhrif á þátttöku okkar í verkefnum NATO í landinu.Vegna ólgunnar sem ríkir í Mið-Austurlöndum vegna myndanna af Múhameð gaf utanríkisráðuneytið út viðvörun til íslenskra ferðalanga um að ferðast ekki Sýrlands og Líbanon eins og sakir standa. Þá eru þeir Íslendingar sem staddir eru annars staðar á svæðinu hvattir til að sýna fyllstu aðgát.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira