Innlent

Engan sakaði í óveðrinu á Austfjörðum

Stórhríð og hvassviðri geysuðu á Austfjörðum langt fram á kvöld með mikilli ófærð og urðu vegagerðarmenn að hætta við mokstur, því snjó skóf jafn harðann í ruðningana. Björgunarsveitarmenn þurftu hvað eftir annað að aðstoða fólk í föstum bílum, einkum í Oddsskarði, en engan sakaði. Veður hefur lægt í nótt og liggur nú fyrir vegagerðarmönnum að ryðja Oddskarð, Fagradal og fjarðarheiði, auk þess að hreinsa aðra vegi þar sem þæfingur er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×