Innlent

Sex hundruð ábendingar á ári um barnaklám

Á síðasta ári bárust Barnaheillum hátt í sex hundruð ábendingar um barnaklám á netinu. Fjöldi mála sem borist hafa lögreglu vegna vörslu á barnaklámi hefur aukist á síðustu árum.

Barnaheill hefur starfrækt verkefnið Stöðvum barnaklám á Netinu frá árinu 2001. Kjarninn í verkefninu er rekstur ábendingalínu á vef Barnaheilla, barnaheill.is, þar sem almenningur getur tilkynnt um barnaklám á netinu en samtökin hafa svo milligöngu um að gripið sé til viðeigandi ráðstafana af hálfu yfirvalda. Samtökunum hafa borist yfir 2500 ábendingar frá því verkefnið fór af stað.

Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir að eitthvað hafi verið um að ábendingar hafi borist um barnaklám á íslenskum síðum. Það hafi þá verið um að ræða ósiðlegt efni en samtökin láti lögreglu alltaf vita ef slíkt er.

Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi barnakláms á netinu. Það sem rannsóknir hafa meðal annars sýnt fram á er að í hverri viku séu að meðaltali tvö ný börn sem verði fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis á netinu. Kristín segir að erfitt sé að ná til þeirra barna sem verða fyrir ofbeldinu og til þeirra sem það fremja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×