Innlent

Marsvín rak á land

Tveggja metra langt marsvín rak á land við Vík í Mýrdal í morgun. Sandur og grynningar eru út af ströndinni á þessum slóðum en dýpi á einum stað og þar koma gjarnan hvalir til að leita ætis. Marsvínið lokaðist þar inni og drapst.

Síðar í dag komu grunnskólanemar frá Vík og skoðuðu dýrið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hval rekur á land á þessum slóðum, það gerðist síðast í haust sem leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×