Innlent

Þrjú trúfélög fá vonir um lóðir

Hof rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar rís að öllum líkindum við Landakotskirkju.
Hof rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar rís að öllum líkindum við Landakotskirkju. MYND/Valli

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan gæti fengið að reisa guðshús við Landakotskirkju, ásatrúarmenn gætu reist hof í Öskjuhlíðinni og múslímar mosku í Elliðaárdalnum ef hugmyndir skipulagssviðs Reykjavíkurborgar ná fram að ganga.

Skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur lagt fram mögulegt staðaval þriggja lóða fyrir Rússnesnku rétttrúnaðar kirkjuna, Ásatrúarmenn og félag íslenskra múslima.

Tillaga hefur verið gerð um það að guðshús rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar rísi við Landakotskirkju.

Rússneska rétttrúnaðar kirkjan hefur sótt um þúsund til 1.500 fermetra lóð undir 400 til 600 fermetra kirkju. Fyrir utan Landakotstúnið er líka hugsanleg lóð undir kirkjuna í Leynimýri í Öskjuhlíð fyrir ofan fyrirhugaðan duftkirkjugarð. Þar hefur líka verið hugsuð lóð fyrir Ásatrúarmenn sem hafa sótt um 1.500 til 2.000 fermetra lóð í Reykjavík fyrir hof sem yrði um 600 til 800 fermetrar að stærð. Félag múslima hefur sótt um lóð fjögur til fimm þúsund fermetra lóð undir moskvu og tilheyrandi byggingar sem samtals yrðu yfir tvö þúsund fermetrar að stærð. Möguleg staðsetning þeirrar lóðar er við gatnamót Stekkjabakka og Breiðholtsbrautar.

"Þetta er svona fimm ára bið. En það er stórfínt að það komi á þessum tíma. Við erum vonandi sterkari núna og getum farið að byggja núna," segir Salmann Tamimi, formaður félags múslima, sem líst mjög vel á staðsetninguna. "Þetta er menningarmiðstöð fyrir múslima og alla Íslendinga."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×