Erlent

Bandaríkjamenn aðvara Hamas-liða

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ávarpar gesti á Heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss í gegnum myndsíma.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ávarpar gesti á Heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss í gegnum myndsíma. MYND/AP

Ekki verður hægt að halda áfram með friðarviðræður í Mið-Austurlöndum ef Hamas-samtökin, sigurvegarar í palestínsku þingkosningunum í gær, viðurkenna ekki tilverurétt Ísraelsríkis.

Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar hún ávarpaði gesti Heimsviðskiptaráðstefnunnar í Davos í Sviss í gegnum myndsíma.

Rice sagðist eiga von á svipuðum yfirlýsingum frá alþjóðasamfélaginu næstu daga. Hún sagði þá leiðtoga sem Palestínumenn hefðu lagt traust sitt á þurfa að taka erfiðar ákvarðanir á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×