Innlent

Stýrivextir hækka í 10,75 prósent

Seðlabanki Íslands mun hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig frá og með 1. janúar. Stýrivextir verða því 10,75 prósent. Þetta er nokkuð í takt við það sem greiningadeildir bankanna höfðu spáð. Í dag er fyrsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankana á árinu en fyrirhugað er að bankastjórn gerir sex sinnum í ár ítarlega grein fyrir ákvörðun sinni um hvort stýrivextir bankans verði hækkaðir, lækkaðir eða standi óbreyttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×