Erlent

Óttast mikið mannfall vegna fuglaflensu

Gripið hefur verið til ráðstafana í Tyrklandi til að sporna gegn útbreiðslu fuglaflensu.
Gripið hefur verið til ráðstafana í Tyrklandi til að sporna gegn útbreiðslu fuglaflensu. MYND/AP

Óttast er að þúsundir manna látist vegna fuglaflensunnar sem vísindamenn segja ekki spurningu hvort heldur hvenær verði að faraldri. Þjóðir heimsins verða að vera betur undirbúnar þegar og ef fuglaflensan verður að faraldri að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Það gæti skipt sköpum hvað varðaði heilsufar jarðarbúa. Nú stendur til að koma á sérstökum 20 manna hópi sérfræðinga sem fylgjast munu með þróun veirunnar og smiti víða um heim.

Sérfræðingar stofnunarinnar hafa sérstakar áhyggjur af H5N1-afbrigði veirunnar sem orðið hefur 78 manns að bana í heiminum á undanförnum þremur árum og hefur nú greinst í yfir 30 héröðum í Tyrklandi þar sem þrír hafa látist. Nái veiran að stökkbreytast gæti hún orðið að heimsfaraldri og orðið þúsundum að bana. Segir Alþjóða heilbrigðismálastofnunin að Asíuríki verði sérstaklega verða að vera á varðbergi.

Rannsóknarmaður við faraldursstofnunina í Genf sagði aukinn viðbúnað við útbreiðslu flensunnar gefa mönnum forskot hvað varðaði þróun bóluefnis við henni. Það gæti skipt sköpum hvað varðaði heilsufar jarðarbúa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×