Innlent

13 bílhræ brunnu í Hafnarfirði

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að bílapartasölu við Stapahraun í Hafnarfirði, rétt fyrir ellefu í gærkvöldi, þar sem eldur logaði í bílhræjum á hlaðinu. Eldurinn barst síðan yfir í tvo gáma og einbeitti slökkviliðið sér fyrst um sinn að því að varna því að eldurinn bærist í húsið.

Slökkvilið Keflavíkurflugvallar var einnig kallað út og mætti það með öflugan sprautubíl og loks tókst að slökkva eldinn rétt fyrir eitt í nótt. Alls brunnu þrettán bílhræ auk þess sem gámarnir brunnu en húsunum tókst hins vegar að forða. Málið er í rannsókn en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×