Erlent

Margir Danir vilja afþakka pappírsflóðið

Fjöldi Dana gat gluggað í nýtt fríblað á leiðinni í vinnuna í morgun.
Fjöldi Dana gat gluggað í nýtt fríblað á leiðinni í vinnuna í morgun. MYND/AP

Límmiðar á póstkassa til að afþakka fríblöð seljast nú eins og heitar lummur í Danmörku. Fólk óttast að sitja uppi með ógrynni af pappír þegar þrjú fríblöð fara að berast á dag. Forsmekkurinn flaug inn um bréfalúgur í Kaupmannahöfn og Árhúsum þegar útgáfufyrirtæki Berlingske tidende reið á vaðið með fyrsta tölublað fríblaðsins Dato.

Að sögn vefútgáfu Jyllandsposten gefur fræðimaður í fjölmiðlafræði þó ekki mikið fyrir þetta fyrsta fríblað Dato og segir það slakara en fríblöðin tvö MetroExpress og Urban sem fólk getur hirt upp á lestarstöðvum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×