Franski framherjinn Djibril Cisse hjá Liverpool tekur ekki þátt í heimsmeistaramótinu með Frökkum. Þetta kom í ljós í kvöld eftir að Cisse var borinn meiddur af velli í æfingaleik gegn Kína og í ljós kom að hann er fótbrotinn á hægri fæti. Ekki er langt síðan Cisse fótbrotnaði illa í leik með Liverpool, en þá var um að ræða vinstri fót hans. Talið er að annað hvort Nicolas Anelka eða Ludovic Giuly muni leysa Cisse af hólmi í landsliðinu.
Cisse missir af HM

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn


