Við getum staðið í hvaða liði sem er 31. ágúst 2006 20:35 Alan Pardew hafði góða ástæðu til að brosa breitt í dag NordicPhotos/GettyImages Alan Pardew var skiljanlega í skýjunum í dag eftir að West Ham landaði óvænt tveimur ungum stórlöxum úr argentínska landsliðinu fyrir lokun félagaskiptagluggans. Pardew telur að með tilkomu þeirra Carlos Tevez og Javier Mascherano geti West Ham velgt hvaða liði sem er á Englandi eða Evrópu undir uggum. "Þetta er frábær dagur fyrir West Ham. Ekki aðeins er ég spenntur yfir þessum tíðindum, heldur einnig leikmenn og stuðningsmenn liðsins og ég held að nú séum við að verða komnir með lið sem getur keppt við þau bestu á Englandi og í Evrópu. Ég er þegar búinn að hitta leikmennina og ég þurfti ekkert að selja þeim West Ham - þeir þekkja liðið frá sjónvarpsútsendingum í Suður Ameríku og þeim líst mjög vel á þá hluti sem liðið gerði á síðustu leiktíð og leikstíll okkar leggst vel í þá. Ég sá Tevez spila gegn Serbíu á HM þar sem hann kom inn sem varamaður og þessi drengur hefur ótrúlega hæfileika. Ég veit að stuðningsmenn West Ham munu taka honum opnum örmum, því hann er leikmaður í anda Paolo Di Canio sem heillar fólk upp úr skónum með tilþrifum sínum og skapgerð. Mascherano er öðruvísi leikmaður, hann getur stjórnað spili okkar og er mjög útsjónarsamur - sem er nokkuð sem okkur vantaði sárlega á síðustu leiktíð. Ég hef þegar fengið nokkur símtöl frá leikmönnum mínum sem geta ekki beðið eftir að mæta á æfingu eftir helgina og ég veit að það ríkir mikil eftirvænting hjá félaginu vegna komu nýju leikmannana," sagði Pardew. Í kjölfar þessara óvæntu tíðinda í dag fóru strax af stað samsæriskenningar á Englandi, þar sem menn leiddu líkum að því að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætti þátt í kaupum West Ham á Argentínumönnunum tveimur sem metnir voru á stjarnfræðilegar upphæðir. Það var fyrirtækið Media Sports Investment sem átti réttinn á leikmönnunum og menn settu spurningmerki við þá staðreynd að West Ham virtist hafa bolmagn til að kaupa jafn dýra leikmenn. Því hefur verið haldið fram að kaup West Ham á leikmönnunum væru í raun aðeins lánssamningur og að Roman Abramovich hefði átt þar hlut að máli - hann væri einn hlutafjáreigenda í fyrirtækinu. Þessu hafa forráðamenn West Ham vísað á bug og þvertaka fyrir að Abramovich eigi hlut í fyrirtækinu, eða komi þarna nokkuð að máli. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Alan Pardew var skiljanlega í skýjunum í dag eftir að West Ham landaði óvænt tveimur ungum stórlöxum úr argentínska landsliðinu fyrir lokun félagaskiptagluggans. Pardew telur að með tilkomu þeirra Carlos Tevez og Javier Mascherano geti West Ham velgt hvaða liði sem er á Englandi eða Evrópu undir uggum. "Þetta er frábær dagur fyrir West Ham. Ekki aðeins er ég spenntur yfir þessum tíðindum, heldur einnig leikmenn og stuðningsmenn liðsins og ég held að nú séum við að verða komnir með lið sem getur keppt við þau bestu á Englandi og í Evrópu. Ég er þegar búinn að hitta leikmennina og ég þurfti ekkert að selja þeim West Ham - þeir þekkja liðið frá sjónvarpsútsendingum í Suður Ameríku og þeim líst mjög vel á þá hluti sem liðið gerði á síðustu leiktíð og leikstíll okkar leggst vel í þá. Ég sá Tevez spila gegn Serbíu á HM þar sem hann kom inn sem varamaður og þessi drengur hefur ótrúlega hæfileika. Ég veit að stuðningsmenn West Ham munu taka honum opnum örmum, því hann er leikmaður í anda Paolo Di Canio sem heillar fólk upp úr skónum með tilþrifum sínum og skapgerð. Mascherano er öðruvísi leikmaður, hann getur stjórnað spili okkar og er mjög útsjónarsamur - sem er nokkuð sem okkur vantaði sárlega á síðustu leiktíð. Ég hef þegar fengið nokkur símtöl frá leikmönnum mínum sem geta ekki beðið eftir að mæta á æfingu eftir helgina og ég veit að það ríkir mikil eftirvænting hjá félaginu vegna komu nýju leikmannana," sagði Pardew. Í kjölfar þessara óvæntu tíðinda í dag fóru strax af stað samsæriskenningar á Englandi, þar sem menn leiddu líkum að því að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætti þátt í kaupum West Ham á Argentínumönnunum tveimur sem metnir voru á stjarnfræðilegar upphæðir. Það var fyrirtækið Media Sports Investment sem átti réttinn á leikmönnunum og menn settu spurningmerki við þá staðreynd að West Ham virtist hafa bolmagn til að kaupa jafn dýra leikmenn. Því hefur verið haldið fram að kaup West Ham á leikmönnunum væru í raun aðeins lánssamningur og að Roman Abramovich hefði átt þar hlut að máli - hann væri einn hlutafjáreigenda í fyrirtækinu. Þessu hafa forráðamenn West Ham vísað á bug og þvertaka fyrir að Abramovich eigi hlut í fyrirtækinu, eða komi þarna nokkuð að máli.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti