Við getum staðið í hvaða liði sem er 31. ágúst 2006 20:35 Alan Pardew hafði góða ástæðu til að brosa breitt í dag NordicPhotos/GettyImages Alan Pardew var skiljanlega í skýjunum í dag eftir að West Ham landaði óvænt tveimur ungum stórlöxum úr argentínska landsliðinu fyrir lokun félagaskiptagluggans. Pardew telur að með tilkomu þeirra Carlos Tevez og Javier Mascherano geti West Ham velgt hvaða liði sem er á Englandi eða Evrópu undir uggum. "Þetta er frábær dagur fyrir West Ham. Ekki aðeins er ég spenntur yfir þessum tíðindum, heldur einnig leikmenn og stuðningsmenn liðsins og ég held að nú séum við að verða komnir með lið sem getur keppt við þau bestu á Englandi og í Evrópu. Ég er þegar búinn að hitta leikmennina og ég þurfti ekkert að selja þeim West Ham - þeir þekkja liðið frá sjónvarpsútsendingum í Suður Ameríku og þeim líst mjög vel á þá hluti sem liðið gerði á síðustu leiktíð og leikstíll okkar leggst vel í þá. Ég sá Tevez spila gegn Serbíu á HM þar sem hann kom inn sem varamaður og þessi drengur hefur ótrúlega hæfileika. Ég veit að stuðningsmenn West Ham munu taka honum opnum örmum, því hann er leikmaður í anda Paolo Di Canio sem heillar fólk upp úr skónum með tilþrifum sínum og skapgerð. Mascherano er öðruvísi leikmaður, hann getur stjórnað spili okkar og er mjög útsjónarsamur - sem er nokkuð sem okkur vantaði sárlega á síðustu leiktíð. Ég hef þegar fengið nokkur símtöl frá leikmönnum mínum sem geta ekki beðið eftir að mæta á æfingu eftir helgina og ég veit að það ríkir mikil eftirvænting hjá félaginu vegna komu nýju leikmannana," sagði Pardew. Í kjölfar þessara óvæntu tíðinda í dag fóru strax af stað samsæriskenningar á Englandi, þar sem menn leiddu líkum að því að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætti þátt í kaupum West Ham á Argentínumönnunum tveimur sem metnir voru á stjarnfræðilegar upphæðir. Það var fyrirtækið Media Sports Investment sem átti réttinn á leikmönnunum og menn settu spurningmerki við þá staðreynd að West Ham virtist hafa bolmagn til að kaupa jafn dýra leikmenn. Því hefur verið haldið fram að kaup West Ham á leikmönnunum væru í raun aðeins lánssamningur og að Roman Abramovich hefði átt þar hlut að máli - hann væri einn hlutafjáreigenda í fyrirtækinu. Þessu hafa forráðamenn West Ham vísað á bug og þvertaka fyrir að Abramovich eigi hlut í fyrirtækinu, eða komi þarna nokkuð að máli. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Sjá meira
Alan Pardew var skiljanlega í skýjunum í dag eftir að West Ham landaði óvænt tveimur ungum stórlöxum úr argentínska landsliðinu fyrir lokun félagaskiptagluggans. Pardew telur að með tilkomu þeirra Carlos Tevez og Javier Mascherano geti West Ham velgt hvaða liði sem er á Englandi eða Evrópu undir uggum. "Þetta er frábær dagur fyrir West Ham. Ekki aðeins er ég spenntur yfir þessum tíðindum, heldur einnig leikmenn og stuðningsmenn liðsins og ég held að nú séum við að verða komnir með lið sem getur keppt við þau bestu á Englandi og í Evrópu. Ég er þegar búinn að hitta leikmennina og ég þurfti ekkert að selja þeim West Ham - þeir þekkja liðið frá sjónvarpsútsendingum í Suður Ameríku og þeim líst mjög vel á þá hluti sem liðið gerði á síðustu leiktíð og leikstíll okkar leggst vel í þá. Ég sá Tevez spila gegn Serbíu á HM þar sem hann kom inn sem varamaður og þessi drengur hefur ótrúlega hæfileika. Ég veit að stuðningsmenn West Ham munu taka honum opnum örmum, því hann er leikmaður í anda Paolo Di Canio sem heillar fólk upp úr skónum með tilþrifum sínum og skapgerð. Mascherano er öðruvísi leikmaður, hann getur stjórnað spili okkar og er mjög útsjónarsamur - sem er nokkuð sem okkur vantaði sárlega á síðustu leiktíð. Ég hef þegar fengið nokkur símtöl frá leikmönnum mínum sem geta ekki beðið eftir að mæta á æfingu eftir helgina og ég veit að það ríkir mikil eftirvænting hjá félaginu vegna komu nýju leikmannana," sagði Pardew. Í kjölfar þessara óvæntu tíðinda í dag fóru strax af stað samsæriskenningar á Englandi, þar sem menn leiddu líkum að því að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætti þátt í kaupum West Ham á Argentínumönnunum tveimur sem metnir voru á stjarnfræðilegar upphæðir. Það var fyrirtækið Media Sports Investment sem átti réttinn á leikmönnunum og menn settu spurningmerki við þá staðreynd að West Ham virtist hafa bolmagn til að kaupa jafn dýra leikmenn. Því hefur verið haldið fram að kaup West Ham á leikmönnunum væru í raun aðeins lánssamningur og að Roman Abramovich hefði átt þar hlut að máli - hann væri einn hlutafjáreigenda í fyrirtækinu. Þessu hafa forráðamenn West Ham vísað á bug og þvertaka fyrir að Abramovich eigi hlut í fyrirtækinu, eða komi þarna nokkuð að máli.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Sjá meira