Arsenal lagði Villarreal 1-0 í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Það var varnarmaðurinn Kolo Toure sem skoraði mark heimamanna á 41. mínútu í síðasta Evrópuleik Arsenal á Highbury. Það er því ljóst að allt getur gerst í síðari leiknum sem fram fer á Spáni í næstu viku.
Arsenal lagði Villarreal
