Ecclestone hraunar yfir Bandaríkjamenn 23. júní 2006 15:05 Bernie Ecclestone vandar Bandaríkjamönnunum ekki kveðjurnar NordicPhotos/GettyImages Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur nú kastað olíu á eldinn þegar kemur að keppnishaldi í Bandaríkjunum á heimsmeistaramótinu í Formúlu 1. Hin árlega keppni þar í landi fer fram 2. júlí, en það er síðasta keppnin þar í landi á gildandi samningi og miklar umræður hafa verið um að hún gæti orðið sú síðasta. Flestum er í fersku minni hvernig keppnin þar í landi fór í fyrra, þegar aðeins sex bílar tóku þátt eftir að restin neitaði að ræsa af öryggisástæðum. Bandarískir áhorfendur urðu æfir í kjölfarið, heimtuðu að fá miða sína endurgreidda og sóru þess eið að stíga aldrei fæti inn á Indianapolis-brautina. Nú hefur Bernie Ecclestone varpað sprengju á Kanann og segir að aðstandendur keppninnar þar í landi eigi ekki von á neinum greiðum frá sér þegar kemur að því að endurnýja samningana í sumar. "Það skiptir Formúlu 1 engu máli hvort keppt er í Bandaríkjunum eður ei og því ætlum við ekki að gera þeim neina greiða. Hvað fáum við svosem frá Ameríku? Gremju, það er allt og sumt. Ef maður bíður góðann daginn á vitlausum tíma í Bandaríkjunum - fær maður lögsókn í hausinn. Við fáum enga styrktaraðila þarna, fáum ekkert út úr sjónvarpsréttinum - og þegar allt kemur til alls, erum við með fleiri áhorfendur á Möltu en nokkurn tímann í Bandaríkjunum," sagði Ecclestone og skóf ekki af svörum sínum."Ef Bandaríkjamenn vilja hinsvegar halda áfram að halda kappaksturinn þar í landi, er ég meira en fús til að ræða við þá og mun líka gera það næst þegar ég fer þangað. Ég hef átt ágætis samstarf við forráðamenn Indianapolis og ég er því viss um að við munum eiga góða fundi þar þegar að því kemur." Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur nú kastað olíu á eldinn þegar kemur að keppnishaldi í Bandaríkjunum á heimsmeistaramótinu í Formúlu 1. Hin árlega keppni þar í landi fer fram 2. júlí, en það er síðasta keppnin þar í landi á gildandi samningi og miklar umræður hafa verið um að hún gæti orðið sú síðasta. Flestum er í fersku minni hvernig keppnin þar í landi fór í fyrra, þegar aðeins sex bílar tóku þátt eftir að restin neitaði að ræsa af öryggisástæðum. Bandarískir áhorfendur urðu æfir í kjölfarið, heimtuðu að fá miða sína endurgreidda og sóru þess eið að stíga aldrei fæti inn á Indianapolis-brautina. Nú hefur Bernie Ecclestone varpað sprengju á Kanann og segir að aðstandendur keppninnar þar í landi eigi ekki von á neinum greiðum frá sér þegar kemur að því að endurnýja samningana í sumar. "Það skiptir Formúlu 1 engu máli hvort keppt er í Bandaríkjunum eður ei og því ætlum við ekki að gera þeim neina greiða. Hvað fáum við svosem frá Ameríku? Gremju, það er allt og sumt. Ef maður bíður góðann daginn á vitlausum tíma í Bandaríkjunum - fær maður lögsókn í hausinn. Við fáum enga styrktaraðila þarna, fáum ekkert út úr sjónvarpsréttinum - og þegar allt kemur til alls, erum við með fleiri áhorfendur á Möltu en nokkurn tímann í Bandaríkjunum," sagði Ecclestone og skóf ekki af svörum sínum."Ef Bandaríkjamenn vilja hinsvegar halda áfram að halda kappaksturinn þar í landi, er ég meira en fús til að ræða við þá og mun líka gera það næst þegar ég fer þangað. Ég hef átt ágætis samstarf við forráðamenn Indianapolis og ég er því viss um að við munum eiga góða fundi þar þegar að því kemur."
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira