Innlent

Ekki vegið að starfsheiðri umferðareftirlitsmanna

Mynd/Pjetur Sigurðsson

Landssamband lögreglumanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fullyrðing Vegagerðarinnar þess eðlis að landssambandið hafi vegið að starfsheiðri og trúverðugleika umferðareftirlitsmanna sé með öllu órökstudd. Landssambandið neitar því að málflutningur þess, um framkomið frumvarp til breytinga á umferðarlögum, byggist á misskilningi en því hélt talsmaður Vegagerðarinnar fram í gær.

Í yfirlýsingunni segir að landssambandið hafi ekki álitið að eftirlitsmönnum Vegagerðarinnar verði falin eftirför og valdbeiting gagnvart bílstjórum líkt og haldið hafi verið fram. Skýrt hafi verið kveðið á um það í fyrri yfirlýsingu landssambandsins að starfsmenn Vegagerðarinnar hafi ekki heimild til eftirfarar eða valdbeitingar.

Landssambandið segir einnig að vegaeftirlitsmenn hafi hvorki lögregluvald og þeim sé ekki skylt að hafa þá menntun sem nauðsynleg hefur verið talin fyrir aðrar stéttir sem komi að rannsókn opinberra mála. Þá stendur landssambandið að öllu leyti við fyrir yfirlýsingar varðandi gagnrýni á frumvarp til breytinga á umferðarlögum og tekur fyrir það að málflutningur þess byggist á misskilningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×