Innlent

Hestar og vélhjól fara ekki saman.

Hestamenn á Hvolsvelli eru ekki hressir þessa dagana þar sem akstur torfæruhjóla hefur aukist verulega á reiðvegum þeirra. Hestamenn hafa kvartað mikið útaf þessu við lögregluna á staðnum, en það er stórhættulegt að blanda þessum reiðskjótum saman.

Umferð hestamanna og ökumanna á torfæruhjólum og fjórhjólum fara á engan hátt saman og hafa stórslys orðið af völdum þess að hross fælast við öskrandi hávaða frá þessum hjólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×