Erlent

Æ fleiri nauðgarar virðast nota lyf til að ná fram vilja sínum

Æ fleiri konur sem hefur verið nauðgað í Danmörku, telja að sér hafi verið gefin sljóvgandi lyf svo nauðgari þeirra gæti náð fram vilja sínum. Samkvæmt tölum frá athvarfi fyrir fórnarlömb nauðgunar í Kaupmannahöfn taldi 51 kona að sér hafi verið gefið sljóvgandi lyf á síðasta ári en 43 konur árið 2004. Greinileg aukning er á milli ára í þess konar nauðgunum að því er virðist en árið 2003 töldu 18 konur að sér hafi verið gefið sljógvandi lyf. Í flestum tilvikum er róandi lyfjum eða kynferðislega örvandi efnum, blandað út í drykki kvennana án þeirra vitundar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×