Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth hefur gengið frá kaupum á landsliðsmanninum Benjani Mwaruwari frá Zimbabwe fyrir rúmar fjórar milljónir punda. Mwaruwari þessi er sóknarmaður og spilaði áður með franska liðinu Auxeirre. Hann er 27 ára gamall og valdi Portsmouth fram yfir Wigan og Marseille sem einnig höfðu áhuga á að fá hann í sínar raðir.
Mwaruwari kominn til Portsmouth
