Þoturnar eftir en þyrlurnar á brott? 31. janúar 2006 17:20 MYND/Teitur Jónasson Svo gæti farið að björgunarþyrlur varnarliðsins yrðu fluttar á brott en herþotur Bandaríkjamanna yrðu hér áfram. Valur Ingimundarson, sagnfræðingur, fullyrðir að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að skilja að rekstur á þyrlum og þotum til þess að svo megi verða en það hafi ekki verið gert hingað til. Í nýrri grein sem birtist í bresku fræðiriti um öryggis- og varnarmál á dögunum fjallar Valur Ingimundarson, sagnfræðingur, um stöðu varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna. Hann segir Bandaríkjamenn ekki telja þörf á herlið hér, engin ógn steðji að. Deilt hefur verið um orustuþotur varnarliðsins og ekki síst um kostnaðarskiptingu þegar reynt hefur verið að semja um framtíðar fyrirkomulag varnarsamstarfsins. Í október var fundi óvænt slitið þegar deilt var um krónur og aura . Engir fundir hafa verið boðaðir með Bandaríkjamönnum síðan þá. Íslendingar eru sagðir reiðubúnir til að greiða fyrir rekstur flugvallarins en Bandaríkjamenn vilja að greitt verði fyrir hernaðaraðstöðuna. Valur segir ljóst að viðræður um kostnaðarskiptinguna verði erfiðar. Til greina komi þó sú málamiðlun, sem hafi verið rædd, að Íslendingar tækju að sér hlutverk björgunarþyrlanna sem hér séu. Bandaríkjamenn telji þær í raun og veru mikilvægari en þoturnar í tengslum við aðgerðir í Írak og Afganistan. Ef svo yrði myndu Íslendingar væntanlega þurfa að greiða fyrir þann rekstur. Þar með væri mögulegt að þoturnar yrðu hér áfram en þyrlurnar yrðu færðar. Valur segir ljóst að staðan sé að einhverju leyti breytt nú þegar Davíð Oddsson er hættur afskiptum af stjórnmálum. Málið hafi verið mjög persónugert. Bandaríkjamenn og Bush Bandaríkjaforseti sjálfur hafi ekki viljað að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, kæmi illa út í þessu máli. Hann þyrfti helst að vera eins konar sigurvegari. Valur segir erfitt að meta hvaða áhrif þessi breyting hafi á áframhaldandi viðræður. Hann bendir á að flugherinn hafi enn ekki tekið við rekstri varnarliðsins af flotanum sem sé að mestu farinn. Bandaríkjamenn vilji ekki taka formlega ákvörðun um þá breytingu fyrr en framtíðar fyrirkomulag samstarfsins hafi verði ákveðið. Þá verði málinu vísað til Bush Bandaríkjaforseta. Fréttir Innlent Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Svo gæti farið að björgunarþyrlur varnarliðsins yrðu fluttar á brott en herþotur Bandaríkjamanna yrðu hér áfram. Valur Ingimundarson, sagnfræðingur, fullyrðir að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að skilja að rekstur á þyrlum og þotum til þess að svo megi verða en það hafi ekki verið gert hingað til. Í nýrri grein sem birtist í bresku fræðiriti um öryggis- og varnarmál á dögunum fjallar Valur Ingimundarson, sagnfræðingur, um stöðu varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna. Hann segir Bandaríkjamenn ekki telja þörf á herlið hér, engin ógn steðji að. Deilt hefur verið um orustuþotur varnarliðsins og ekki síst um kostnaðarskiptingu þegar reynt hefur verið að semja um framtíðar fyrirkomulag varnarsamstarfsins. Í október var fundi óvænt slitið þegar deilt var um krónur og aura . Engir fundir hafa verið boðaðir með Bandaríkjamönnum síðan þá. Íslendingar eru sagðir reiðubúnir til að greiða fyrir rekstur flugvallarins en Bandaríkjamenn vilja að greitt verði fyrir hernaðaraðstöðuna. Valur segir ljóst að viðræður um kostnaðarskiptinguna verði erfiðar. Til greina komi þó sú málamiðlun, sem hafi verið rædd, að Íslendingar tækju að sér hlutverk björgunarþyrlanna sem hér séu. Bandaríkjamenn telji þær í raun og veru mikilvægari en þoturnar í tengslum við aðgerðir í Írak og Afganistan. Ef svo yrði myndu Íslendingar væntanlega þurfa að greiða fyrir þann rekstur. Þar með væri mögulegt að þoturnar yrðu hér áfram en þyrlurnar yrðu færðar. Valur segir ljóst að staðan sé að einhverju leyti breytt nú þegar Davíð Oddsson er hættur afskiptum af stjórnmálum. Málið hafi verið mjög persónugert. Bandaríkjamenn og Bush Bandaríkjaforseti sjálfur hafi ekki viljað að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, kæmi illa út í þessu máli. Hann þyrfti helst að vera eins konar sigurvegari. Valur segir erfitt að meta hvaða áhrif þessi breyting hafi á áframhaldandi viðræður. Hann bendir á að flugherinn hafi enn ekki tekið við rekstri varnarliðsins af flotanum sem sé að mestu farinn. Bandaríkjamenn vilji ekki taka formlega ákvörðun um þá breytingu fyrr en framtíðar fyrirkomulag samstarfsins hafi verði ákveðið. Þá verði málinu vísað til Bush Bandaríkjaforseta.
Fréttir Innlent Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira