Erlent

Hvetur múslíma til að sýna stillingu

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Mynd/Jótlandspósturinn

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti í gær leiðtoga danskra múslíma til að lægja öldurnar meðal múslíma og taka afstöðu gegn því að danskar vörur verði sniðgengnar eins og átt hefur sér stað í fjölda ríkja í hinum íslamska heimi vegna birtingu á skopmyndum af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum.

Forsætisráðherrann sagði að leiðtogar múslíma myndu með því gera sér sjálfum og aðlöguninni við danskt samfélag stóran greiða enda væri dönskum vinnustöðum væri haldið í gíslingu í trúarstríði. Jafnframt leyndi forsætisráðherrann því ekki að hann telur einmitt þessa trúarleiðtoga hafa haft afgerandi áhrif á það hve mikill ágreiningurinn hefur orðið á milli Danmerkur og hins íslamska heims.



Þá harmar hið íslamska Trúarfélag í Danmörku að myndbirtingarmálið hafi gengið svo langt að því er segir í tilkynningu frá imam Ahmed Abu Laban, einum af forsvarsmönnum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×