Baðst afsökunar á orðbragðinu 13. maí 2006 08:00 Framandi klæðnaður. Breskir blaðamenn frá World Sunday létu Silvíu ekki slá sig út af laginu en þeir bjuggust við meiru frá dívunni. Silvía Nótt blótaði sviðsmönnum, reitti yfirmann Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva til reiði og móðgaði Grikki, sem gengu út úr Ólympísku höllinni. Bretar hlóu, en sögðust þó pínulítið vonsviknir í lokin. „Sviðsmennirnir munu hata hana eftir æfinguna,” sagði breskur blaðamaður World Sunday og Eurovision-aðdáandi við félaga sína fjóra sem sátu og fylgdust með fyrstu æfingu Silvíu Nætur á sviðinu í Aþenu. Bretarnir höfðu beðið hennar með óþreyju og eftirvæntingu og hlóu af látalætinu í henni. „Sviðið er of lítið,” sagði Silvía á ensku yfir salinn, um þrettán metra langt keppnissviðið sem er eitt það glæsilegasta hingað til. Bretarnir, þaulvanir Eurovision, tóku undir. „Hún hefur svolítil til síns máls, sviðið er frekar lítið.” Silvía mætti í stuttbuxum, með grænt belti, og eiturgrænan fjaðurhatt. Hún var með tyggjó. Hún skipaði sviðsmönnunum að víxla súlum á sviðinu, skammaði þá fyrir seinagang, sagði þá byrjendur í faginu og sagði fokk. Ekki bara einu sinni, heldur þrisvar.„Spilið lagið,” skipaði Silvía stjórnandanum. “Vinsamlega, spilaðu lagið,” svaraði hann. „Fokkaðu þér, spilaðu það núna. „Í fyrsta sinn sem blótsyrðið heyrðist var hlegið og hneykslast, síðan púað, en við þessa skipun gengu um fimmtán Grikkir úr salnum.„Ég er díva, ég þarf ekki að láta bjóða mér þetta,” sagði Silvía svellköld á sviðinu og söng lag Tinu Turner. „I"m simply the best, better than all the rest.” Bretarnir veltu frammistöðunni fyrir sér er Silvía gekk af sviðinu og sagði. „Rosalega var ég góð. Þetta var fullkomið.” Einn þeirra sagði að hann hefði búist við meiru, erfitt væri að toppa myndbandið. Annar sagði að söngur Silvíu hefði ekki verið eins sterkur og hann hafði búist við. Þeir voru þó allir sammála um að hún væri fínasta skemmtun, en voru pínulítið vonsviknir. „Þetta er þó hressandi og góð tilbreyting í keppninni.” Eftir sviðsframkomuna var beðið eftir Silvíu af blaðamönnum. Jónatan Garðarsson, hópstjóri íslensku sendinefndarinnar, mætti ásamt þeim Rómaríó og Estevez. Jónatan lýsti yfir mikilli ánægju sinni með skipulagningu Grikkjanna og sagði aðbúnaðinn góðan. Hann hrósaði sviðsmönnunum fyrir fagmannlegt verk. Rómaríó tók næstur til orða og bað blaðamennina ekki að horfast í augu við Silvíu þegar þeir spyrðu hana spurninga. Silvía mætti með stæl; komin í nýjan kjól og með regnhlíf. Hún baðst afsökunar á orðbragðinu á sviðinu. Hún hafði gleymt sér. Ýmsar skrautlegar spurningar hrundu af vörum blaðamannanna. Einn sem spurði hana um misræmi í textanum og flutningnum fékk þau svör að hún kannaðist bara ekkert við málið. Ung kona, sem sagðist vera bresk, spurði Silvíu um sóðaleg ummæli hennar í Litháen um hollensku keppendurna. Silvía ásakaði hana um að hafa horft í augun af sér og lét lífverði sína henda henni út. Konan barðist um á öxlinni á Boris. Erlendu blaðamennirnir sátu undrandi eftir. Silvía tók við næstu spurningu, sem Rómarió sagði óáhugaverða. Þau kvöddu því fólkið. Silvía gaf eiginhandaráritanir og þau hurfu á braut eftir að hafa þakkað aðdáendum sínum og sagst hlakka til að sjá þá aftur. Hún hafði slegið í gegn. Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Silvía Nótt blótaði sviðsmönnum, reitti yfirmann Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva til reiði og móðgaði Grikki, sem gengu út úr Ólympísku höllinni. Bretar hlóu, en sögðust þó pínulítið vonsviknir í lokin. „Sviðsmennirnir munu hata hana eftir æfinguna,” sagði breskur blaðamaður World Sunday og Eurovision-aðdáandi við félaga sína fjóra sem sátu og fylgdust með fyrstu æfingu Silvíu Nætur á sviðinu í Aþenu. Bretarnir höfðu beðið hennar með óþreyju og eftirvæntingu og hlóu af látalætinu í henni. „Sviðið er of lítið,” sagði Silvía á ensku yfir salinn, um þrettán metra langt keppnissviðið sem er eitt það glæsilegasta hingað til. Bretarnir, þaulvanir Eurovision, tóku undir. „Hún hefur svolítil til síns máls, sviðið er frekar lítið.” Silvía mætti í stuttbuxum, með grænt belti, og eiturgrænan fjaðurhatt. Hún var með tyggjó. Hún skipaði sviðsmönnunum að víxla súlum á sviðinu, skammaði þá fyrir seinagang, sagði þá byrjendur í faginu og sagði fokk. Ekki bara einu sinni, heldur þrisvar.„Spilið lagið,” skipaði Silvía stjórnandanum. “Vinsamlega, spilaðu lagið,” svaraði hann. „Fokkaðu þér, spilaðu það núna. „Í fyrsta sinn sem blótsyrðið heyrðist var hlegið og hneykslast, síðan púað, en við þessa skipun gengu um fimmtán Grikkir úr salnum.„Ég er díva, ég þarf ekki að láta bjóða mér þetta,” sagði Silvía svellköld á sviðinu og söng lag Tinu Turner. „I"m simply the best, better than all the rest.” Bretarnir veltu frammistöðunni fyrir sér er Silvía gekk af sviðinu og sagði. „Rosalega var ég góð. Þetta var fullkomið.” Einn þeirra sagði að hann hefði búist við meiru, erfitt væri að toppa myndbandið. Annar sagði að söngur Silvíu hefði ekki verið eins sterkur og hann hafði búist við. Þeir voru þó allir sammála um að hún væri fínasta skemmtun, en voru pínulítið vonsviknir. „Þetta er þó hressandi og góð tilbreyting í keppninni.” Eftir sviðsframkomuna var beðið eftir Silvíu af blaðamönnum. Jónatan Garðarsson, hópstjóri íslensku sendinefndarinnar, mætti ásamt þeim Rómaríó og Estevez. Jónatan lýsti yfir mikilli ánægju sinni með skipulagningu Grikkjanna og sagði aðbúnaðinn góðan. Hann hrósaði sviðsmönnunum fyrir fagmannlegt verk. Rómaríó tók næstur til orða og bað blaðamennina ekki að horfast í augu við Silvíu þegar þeir spyrðu hana spurninga. Silvía mætti með stæl; komin í nýjan kjól og með regnhlíf. Hún baðst afsökunar á orðbragðinu á sviðinu. Hún hafði gleymt sér. Ýmsar skrautlegar spurningar hrundu af vörum blaðamannanna. Einn sem spurði hana um misræmi í textanum og flutningnum fékk þau svör að hún kannaðist bara ekkert við málið. Ung kona, sem sagðist vera bresk, spurði Silvíu um sóðaleg ummæli hennar í Litháen um hollensku keppendurna. Silvía ásakaði hana um að hafa horft í augun af sér og lét lífverði sína henda henni út. Konan barðist um á öxlinni á Boris. Erlendu blaðamennirnir sátu undrandi eftir. Silvía tók við næstu spurningu, sem Rómarió sagði óáhugaverða. Þau kvöddu því fólkið. Silvía gaf eiginhandaráritanir og þau hurfu á braut eftir að hafa þakkað aðdáendum sínum og sagst hlakka til að sjá þá aftur. Hún hafði slegið í gegn.
Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning