Innlent

Ávísanir á undanhaldi

Það er nánast liðin tíð að Íslendingar skrifi út ávísanir fyrir vörur og þjónustu og dæmi eru um að verslanir og fyrirtæki taki ekki við þeim.

Fyrir aðeins rúmum áratug gáðu margir landsmenn hvort þeir ættu nóg af blöðum í ávísanaheftinu fyrir helgar og nú lítur út fyrir að þær séu að hverfa.

Árið 1993 voru notaðar um 29 þúsund ávísanir. Nærri 21 þúsund og fimm hundruð árið á eftir og hefur fjöldi þeirra farið hríðlækkandi síðan. Þannig að í fyrra voru notaðar eitt þúsund 93 ávísanir. Þær eru orðnar það að sum fyrirtæki hafa ákveðið að taka ekki við þeim sem greiðslu lengur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×