Innlent

Enn óvitað um norrænt lyfjasamstarf

Bóluefni gegn fuglaflensu er hvergi til í heiminum í dag. Ekki liggur fyrir hvort norrænt samstarf verður um lyfjaverksmiðju en það ætti að koma í ljós um mánaðarmótin. Ef ekki þarf að kaupa tryggingu um að fá lyfið hjá lyfjaframleiðendum ef flensan verður að heimsfaraldri.

Ráðsstefna vegna vöktunar og viðbragða vegna fuglaflensunu og hugsanlegs heimsfaraldurs var haldin í Háskóla Íslands í dag. Ekkert bóluefni gegn fuglaflensu er til í heiminum í dag og verður ekki hægt að þróa slíkt fyrr en flensan smitast manna á milli. Inflúensu lyf er hins vegar til sem vonir standa til að geti dregið verulega úr einkennum á flensunni. Það lyf er til fyrir um þriðjung þjóðarinnar en sá fjöldi miðaðist við alla í áhættuhóp en hann er skilgreindur í dag en það eru allir sextíu ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Stefnt að því að fá enn meira af lyfinu á þessu og næsta ári því ekki er vitað í raun hverjir áhættuhóparnir verða ef úr verður heimsfaraldur.

Norrænu heilbrigðisráðherrarnir hafa átt í viðræðum um sameiginlega norræna lyfjaverksmiðju til framleiðslu lyfja gegn fuglaflensunni og telur Haraldur Briem sóttvarnalæknir að ljóst verði um næstu mánaðarmót hvort af því samstarfi verður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×