Meite til Bolton

Abdoulaye Meite, landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar, hefur samþykkt að ganga í raðir Bolton og mun skrifa undir fjögurra ára samning fljótlega eftir að gengið hefur verið frá lausum endum og læknisskoðun. Meite er 25 ára gamall varnarmaður og hefur lengi verið undir smásjánni hjá Sam Allardyce, stjóra Bolton.