Einn leikur verður á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, þegar Wigan tekur á móti Aston Villa. Wigan hefur gengið frekar illa að undanförnu og hefur ekki náð sigri í síðustu fjórum leikjum. Nýliðarnir eru þó talsvert fyrir ofan Villa í töflunni og vilja eflaust næla í sigur á heimavelli sínum í kvöld.
Einn leikur í kvöld
