Innlent

Öll heimili fá 1000 kr. til bókakaupa

MYND/Stefán

Vika bókarinnar hefst á morgun. Að því tilefni hleypir Félag íslenskra bókaútgefenda í félagi við bóksala og Glitni af stokkunum átakinu Þjóðargjöfin þar sem öll íslensk heimili fá senda ávísun að andvirði 1.000 krónur til bókakaupa. Hægt er að framvísa ávísuninni þegar keyptar eru bækur gefnar út á Íslandi að andvirði a.m.k. 3.000 krónur. Þessi Þjóðargjöf til bókakaupa gildir frá 19. apríl til 3. maí.

 

Á morgun, miðvikudag, munu menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, hittast í Bókabúð Máls og menningar að Laugavegi 18 og nota sínar ávísanir. Einnig mun Kristján B. Jónasson frá Félagi íslenskra bókaútgefenda vera á staðnum og benda þeim á góðar bækur. Þá getur verið að Ronja Ræningjadóttir reyni að sannfæra ráðherra um að kaupa sína bók.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×