Innlent

Fannst meðvitundarlaus í Bláfjöllum

Stúlka fannst meðvitundarlaus laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld, í efstu brekkunni við elstu stólalyftuna í Bláfjöllum, og var þegar kallað á sjúkrabíl sem flutti hana á Slysadeild Landsspítalans.

Ekki liggur fyrir hvað kom fyrir, en stúlkan var flutt á Barnadeild í nótt og er komin til meðvitundar.

Tvö önnur slys urðu í Bláfjöllum í gær og meiddust tveir lögreglumenn í árekstri á leið á vettvang. Skíðamennirnir slösuðustu ekki alvarlega, en annar lögreglumannanna er óvinnufær í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×