Innlent

Haldið í gíslingu í tvo tíma

Tvítugri íslenskri stúlku var haldið í tvo tíma í gíslingu í Naíróbí í Kenýa ásamt fleira fólki á föstudaginn fyrir viku. Fimm vopnaðir ræningjar réðust þá inn í húsið og ógnuðu fólki með skotvopnum meðan þeir hrifsuðu til sín skartgripi og verðmæti, engum skotum var þó hleypt af.

Íslenska stúlkan, sem var í Naíróbí á vegum Alþjóðlegu ungmennaskiptanna AUS, var nýkomin þangað en hélt aftur til Íslands tveimur dögum síðar. Morgunblaðið greindi frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×