Úr Rottweiler í chihuahua 6. október 2006 11:30 Erpur hefur heitið því að gefa Míu aldrei áfengi, en fyrsta chihuahua-hundinn sem Erpur kynntist fyllti hann þar til hundurinn stóð á haus. MYND/Teitur Sést hefur til Erps Eyvindarsonar, sem oft er kenndur við Rottweiler hundana, á rölti um götur borgarinnar með chihuahua-hund upp á arminn. Sá orðstír fer af rottweiler-hundum að þeir séu einna grimmastir hunda og árásargjarnir með eindæmum. Chihuahua-hundarnir hafa hins vegar unnið sér það helst til frægðar að fara vel í kvenmannsveski. Þegar Fréttablaðið spurði Erp út í viðbrigðin sagðist hann bara vera helgarpabbi tíkarinnar sem ber nafnið Mía. „Kærastan mín á hana og ég gekk henni bara í föðurstað. Þetta er ekta lítill latínóhundur frá Mexíkó sem rífur kjaft við allt og alla, líka miklu stærri hunda. Hún er samt allt annað en hugrökk ef eitthvað gerist," sagði Erpur, og bætti því við að heimahagar Míu virðist vera henni í fersku minni. „Hún étur bókstaflega allt. Allt sem maður missir á gólfið líka, alveg eins og hún sé ennþá á götunni í einhverju ógeðslegu, mexíkósku slömmi," sagði Erpur. „Þetta er æðislegur hundur," bætti hann við og sagðist hafa fulla trú á því að hún væri jafn skemmtileg sem Rottweiler. Erpur segir Míu hafa marga kosti fram yfir rottweilerhundana. „Það er til dæmis miklu betra að eiga chihuahua þegar maður þarf að þrífa skítinn eftir hann. Það er ekkert smá sem kemur úr rottweilerunum," sagði Erpur, en honum finnst einnig þægilegt að ferðast með dýrið. Mía gefur öðrum kjölturökkum ekkert eftir hvað varðar hundatískuna. „Hún á fullt af grimmum göllum og fær mikið gefins," sagði Erpur. Þetta er margt mjög fyndið, hún á til dæmis ADIDOG íþróttagalla, sem er einhver stæling á adidas-merkinu. Ég hef ekki keypt neitt á hana sjálfur nema mexíkanahatt sem hún vill ekki vera með." Erpur stundar nú nám í Margmiðlunarskólanum, en hann sagðist vera að skrifa og semja á fullu samhliða náminu. „Ég er alltaf að gera eitthvað, svo kemur bara í ljós í hvaða birtingarformi þetta verður seinna, hvort það verður tónlist eða eitthvað allt annað." Hann segist ekki verða var við að honum og Míu sé veitt sérstök eftirtekt á förnum vegi. „Það eru helst stelpur sem eru líka með litla hunda sem stoppa okkur og vilja spjalla. Ég veit samt um nokkra stráka sem eiga chihuahua," sagði Erpur. „Þó það verði að viðurkennast að þeir eru fæstir á sama stað og ég hvað varðar kynhneigð," bætti hann við. Menning Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira
Sést hefur til Erps Eyvindarsonar, sem oft er kenndur við Rottweiler hundana, á rölti um götur borgarinnar með chihuahua-hund upp á arminn. Sá orðstír fer af rottweiler-hundum að þeir séu einna grimmastir hunda og árásargjarnir með eindæmum. Chihuahua-hundarnir hafa hins vegar unnið sér það helst til frægðar að fara vel í kvenmannsveski. Þegar Fréttablaðið spurði Erp út í viðbrigðin sagðist hann bara vera helgarpabbi tíkarinnar sem ber nafnið Mía. „Kærastan mín á hana og ég gekk henni bara í föðurstað. Þetta er ekta lítill latínóhundur frá Mexíkó sem rífur kjaft við allt og alla, líka miklu stærri hunda. Hún er samt allt annað en hugrökk ef eitthvað gerist," sagði Erpur, og bætti því við að heimahagar Míu virðist vera henni í fersku minni. „Hún étur bókstaflega allt. Allt sem maður missir á gólfið líka, alveg eins og hún sé ennþá á götunni í einhverju ógeðslegu, mexíkósku slömmi," sagði Erpur. „Þetta er æðislegur hundur," bætti hann við og sagðist hafa fulla trú á því að hún væri jafn skemmtileg sem Rottweiler. Erpur segir Míu hafa marga kosti fram yfir rottweilerhundana. „Það er til dæmis miklu betra að eiga chihuahua þegar maður þarf að þrífa skítinn eftir hann. Það er ekkert smá sem kemur úr rottweilerunum," sagði Erpur, en honum finnst einnig þægilegt að ferðast með dýrið. Mía gefur öðrum kjölturökkum ekkert eftir hvað varðar hundatískuna. „Hún á fullt af grimmum göllum og fær mikið gefins," sagði Erpur. Þetta er margt mjög fyndið, hún á til dæmis ADIDOG íþróttagalla, sem er einhver stæling á adidas-merkinu. Ég hef ekki keypt neitt á hana sjálfur nema mexíkanahatt sem hún vill ekki vera með." Erpur stundar nú nám í Margmiðlunarskólanum, en hann sagðist vera að skrifa og semja á fullu samhliða náminu. „Ég er alltaf að gera eitthvað, svo kemur bara í ljós í hvaða birtingarformi þetta verður seinna, hvort það verður tónlist eða eitthvað allt annað." Hann segist ekki verða var við að honum og Míu sé veitt sérstök eftirtekt á förnum vegi. „Það eru helst stelpur sem eru líka með litla hunda sem stoppa okkur og vilja spjalla. Ég veit samt um nokkra stráka sem eiga chihuahua," sagði Erpur. „Þó það verði að viðurkennast að þeir eru fæstir á sama stað og ég hvað varðar kynhneigð," bætti hann við.
Menning Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira