Úr Rottweiler í chihuahua 6. október 2006 11:30 Erpur hefur heitið því að gefa Míu aldrei áfengi, en fyrsta chihuahua-hundinn sem Erpur kynntist fyllti hann þar til hundurinn stóð á haus. MYND/Teitur Sést hefur til Erps Eyvindarsonar, sem oft er kenndur við Rottweiler hundana, á rölti um götur borgarinnar með chihuahua-hund upp á arminn. Sá orðstír fer af rottweiler-hundum að þeir séu einna grimmastir hunda og árásargjarnir með eindæmum. Chihuahua-hundarnir hafa hins vegar unnið sér það helst til frægðar að fara vel í kvenmannsveski. Þegar Fréttablaðið spurði Erp út í viðbrigðin sagðist hann bara vera helgarpabbi tíkarinnar sem ber nafnið Mía. „Kærastan mín á hana og ég gekk henni bara í föðurstað. Þetta er ekta lítill latínóhundur frá Mexíkó sem rífur kjaft við allt og alla, líka miklu stærri hunda. Hún er samt allt annað en hugrökk ef eitthvað gerist," sagði Erpur, og bætti því við að heimahagar Míu virðist vera henni í fersku minni. „Hún étur bókstaflega allt. Allt sem maður missir á gólfið líka, alveg eins og hún sé ennþá á götunni í einhverju ógeðslegu, mexíkósku slömmi," sagði Erpur. „Þetta er æðislegur hundur," bætti hann við og sagðist hafa fulla trú á því að hún væri jafn skemmtileg sem Rottweiler. Erpur segir Míu hafa marga kosti fram yfir rottweilerhundana. „Það er til dæmis miklu betra að eiga chihuahua þegar maður þarf að þrífa skítinn eftir hann. Það er ekkert smá sem kemur úr rottweilerunum," sagði Erpur, en honum finnst einnig þægilegt að ferðast með dýrið. Mía gefur öðrum kjölturökkum ekkert eftir hvað varðar hundatískuna. „Hún á fullt af grimmum göllum og fær mikið gefins," sagði Erpur. Þetta er margt mjög fyndið, hún á til dæmis ADIDOG íþróttagalla, sem er einhver stæling á adidas-merkinu. Ég hef ekki keypt neitt á hana sjálfur nema mexíkanahatt sem hún vill ekki vera með." Erpur stundar nú nám í Margmiðlunarskólanum, en hann sagðist vera að skrifa og semja á fullu samhliða náminu. „Ég er alltaf að gera eitthvað, svo kemur bara í ljós í hvaða birtingarformi þetta verður seinna, hvort það verður tónlist eða eitthvað allt annað." Hann segist ekki verða var við að honum og Míu sé veitt sérstök eftirtekt á förnum vegi. „Það eru helst stelpur sem eru líka með litla hunda sem stoppa okkur og vilja spjalla. Ég veit samt um nokkra stráka sem eiga chihuahua," sagði Erpur. „Þó það verði að viðurkennast að þeir eru fæstir á sama stað og ég hvað varðar kynhneigð," bætti hann við. Menning Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Sést hefur til Erps Eyvindarsonar, sem oft er kenndur við Rottweiler hundana, á rölti um götur borgarinnar með chihuahua-hund upp á arminn. Sá orðstír fer af rottweiler-hundum að þeir séu einna grimmastir hunda og árásargjarnir með eindæmum. Chihuahua-hundarnir hafa hins vegar unnið sér það helst til frægðar að fara vel í kvenmannsveski. Þegar Fréttablaðið spurði Erp út í viðbrigðin sagðist hann bara vera helgarpabbi tíkarinnar sem ber nafnið Mía. „Kærastan mín á hana og ég gekk henni bara í föðurstað. Þetta er ekta lítill latínóhundur frá Mexíkó sem rífur kjaft við allt og alla, líka miklu stærri hunda. Hún er samt allt annað en hugrökk ef eitthvað gerist," sagði Erpur, og bætti því við að heimahagar Míu virðist vera henni í fersku minni. „Hún étur bókstaflega allt. Allt sem maður missir á gólfið líka, alveg eins og hún sé ennþá á götunni í einhverju ógeðslegu, mexíkósku slömmi," sagði Erpur. „Þetta er æðislegur hundur," bætti hann við og sagðist hafa fulla trú á því að hún væri jafn skemmtileg sem Rottweiler. Erpur segir Míu hafa marga kosti fram yfir rottweilerhundana. „Það er til dæmis miklu betra að eiga chihuahua þegar maður þarf að þrífa skítinn eftir hann. Það er ekkert smá sem kemur úr rottweilerunum," sagði Erpur, en honum finnst einnig þægilegt að ferðast með dýrið. Mía gefur öðrum kjölturökkum ekkert eftir hvað varðar hundatískuna. „Hún á fullt af grimmum göllum og fær mikið gefins," sagði Erpur. Þetta er margt mjög fyndið, hún á til dæmis ADIDOG íþróttagalla, sem er einhver stæling á adidas-merkinu. Ég hef ekki keypt neitt á hana sjálfur nema mexíkanahatt sem hún vill ekki vera með." Erpur stundar nú nám í Margmiðlunarskólanum, en hann sagðist vera að skrifa og semja á fullu samhliða náminu. „Ég er alltaf að gera eitthvað, svo kemur bara í ljós í hvaða birtingarformi þetta verður seinna, hvort það verður tónlist eða eitthvað allt annað." Hann segist ekki verða var við að honum og Míu sé veitt sérstök eftirtekt á förnum vegi. „Það eru helst stelpur sem eru líka með litla hunda sem stoppa okkur og vilja spjalla. Ég veit samt um nokkra stráka sem eiga chihuahua," sagði Erpur. „Þó það verði að viðurkennast að þeir eru fæstir á sama stað og ég hvað varðar kynhneigð," bætti hann við.
Menning Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira