Upp á yfirborðið 6. október 2006 11:45 The Pipettes Skemmtilegt stelpupopp. Aðgangur að nýrri tónlist hefur aldrei verið greiðari heldur en nú. Hún flæðir yfir mann á MySpace og tónlistarfjölmiðlar keppast við að hampa nýjum hetjum árið um kring. Framboðið er mikið og þess vegna stundum erfitt að átta sig. Trausti Júlíusson staldraði við þrjár sveitir sem eru ólíkar, en eiga það sameiginlegt að standa upp úr fjöldanum. Skráðir tónlistarmenn á MySpace skipta milljónum og stór hluti þeirra eru nýliðar í leit að athygli. Tónlistarbloggsíður og vefmiðlar bjóða gjarnan upp á sýnishorn af nýrri tónlist og það er varla gefið út tónlistarblað lengur nema diskur, oft með kynningu á nýjum nöfnum í bransanum, fylgi með. Framboðið er gríðarlegt og engin leið að fylgjast með öllu sem er í gangi. En það er auðvitað ekki ástæða til þess að hætta að reyna. Hér á eftir kemur stutt kynning á þremur hljómsveitum sem hafa vakið athygli að undanförnu. Margar aðrar nýjar sveitir hefðu getað ratað í grein af þessu tagi, en þessar þrjár, Peter, Björn and John, The Pipettes og Band of Horses eiga það sameiginlegt að hafa nýverið gefið út fínar plötur sem eru fáanlegar í íslenskum plötubúðum.Sænsk eðaltríóBand of Horses Seattle-sveit sem slegið hefur í gegn með fyrstu plötu sinni.Sænsk tónlist hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár. Peter Björn and John er tríó frá Stokkhólmi sem var að senda frá sér sína þriðju plötu, Writer‘s Block, en hún er jafnframt sú fyrsta sem fær dreifingu utan Svíþjóðar. Hljómsveitin var stofnuð af þeim Peter Morén, Björn Yttling og John Eriksson árið 1999. Þeir eiga allir feril að baki með öðrum sveitum. Björn, sem er aðallagasmiðurinn, er að auki eftirsóttur upptökustjóri og meðlimur í djassbandinu Yttling Jazz. Farmiði Peter Björn and John inn í sviðsljósið er smáskífan Young Folks sem er ótrúlega grípandi og flottur smellur sem manni finnst að ætti að hljóma látlaust á öllum útvarpsstöðvum. Í því lagi syngur Victoria Bergsman með sveitinni, en hún var áður í hinni efnilegu The Concretes, sem Björn tók m.a. upp. Writer‘s Block er ein af skemmtilegri plötum ársins. Fersk, fjölbreytt og mátulega poppuð. Stelpupopp í nýju samhengiPeter Björn & John Sænsk eðalsveit sem nú heyrist í fyrsta skipti utan Svíþjóðar. Smellurinn Young Folks er frábært lag.Stelpusveitin The Pipettes var stofnuð í Brighton á Englandi fyrir tveimur árum að frumkvæði umbans Monster Bobby. Í sveitinni eru þrjár söngkonur, Becki, Rose og Gwenno. Hugmyndin með The Pipettes var að taka tónlist stelpusveita sjöunda áratugarins og uppfæra hana og matreiða fyrir 21. öldina. Eftir þrjár smáskífur sem vöktu athygli árið 2005 gerði The Pipettes samning við Memphis Industries, plötufyrirtækið sem sló í gegn með The Go! Team-plötunni Thunder, Lightning, Strike fyrir tveimur árum. Fyrsta plata The Pipettes, We are the Pipettes, sem kom út fyrir stuttu er full af grípandi indie-lituðu stelpupoppi sem minnir mikið á sveitir eins og The Ronettes, The Shirelles of The Supremes þó að sykurhúðin sé ekki alveg jafn þykk. Til að gera þetta enn meira sannfærandi klæðast stelpurnar gjarnan doppóttum kjólum. Textarnir eru samt svolítið öðruvísi eins og sést á laganöfnum eins og Your Kisses are Wasted on Me. Ekki nógu frumleg sveit til að komast ofarlega á árslista, en skemmtileg engu að síður. Allt alltaf ...Rúsínan í pylsuendanum er svo Seattle-sveitin Band of Horses. Hún var stofnuð af þeim Ben Bridwell og Matthew Brooke fyrir tveimur árum á rústum hljómsveitarinnar Carissa‘s Wierd. Hún vakti athygli á South by Southwest hátíðinni í vor og nú er fyrsta platan hennar, Everything All the Time, nýkomin út hjá Sub-Pop útgáfunni. Heilsteypt plata sem er full af flottum lagasmíðum og áhrifamiklum flutningi. Söngur Bens minnir bæði á Wayne Coyne söngara Flaming Lips og Brian Wilson. Everything All the Time hefur fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda. Bæði Pitchforkmedia og Stylus hampa sveitinni mikið og nú er bara að sjá hvort velgengni hennar verður jafn afgerandi og Arcade Fire fyrir tveimur árum og Wolf Parade í fyrra. Menning Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Aðgangur að nýrri tónlist hefur aldrei verið greiðari heldur en nú. Hún flæðir yfir mann á MySpace og tónlistarfjölmiðlar keppast við að hampa nýjum hetjum árið um kring. Framboðið er mikið og þess vegna stundum erfitt að átta sig. Trausti Júlíusson staldraði við þrjár sveitir sem eru ólíkar, en eiga það sameiginlegt að standa upp úr fjöldanum. Skráðir tónlistarmenn á MySpace skipta milljónum og stór hluti þeirra eru nýliðar í leit að athygli. Tónlistarbloggsíður og vefmiðlar bjóða gjarnan upp á sýnishorn af nýrri tónlist og það er varla gefið út tónlistarblað lengur nema diskur, oft með kynningu á nýjum nöfnum í bransanum, fylgi með. Framboðið er gríðarlegt og engin leið að fylgjast með öllu sem er í gangi. En það er auðvitað ekki ástæða til þess að hætta að reyna. Hér á eftir kemur stutt kynning á þremur hljómsveitum sem hafa vakið athygli að undanförnu. Margar aðrar nýjar sveitir hefðu getað ratað í grein af þessu tagi, en þessar þrjár, Peter, Björn and John, The Pipettes og Band of Horses eiga það sameiginlegt að hafa nýverið gefið út fínar plötur sem eru fáanlegar í íslenskum plötubúðum.Sænsk eðaltríóBand of Horses Seattle-sveit sem slegið hefur í gegn með fyrstu plötu sinni.Sænsk tónlist hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár. Peter Björn and John er tríó frá Stokkhólmi sem var að senda frá sér sína þriðju plötu, Writer‘s Block, en hún er jafnframt sú fyrsta sem fær dreifingu utan Svíþjóðar. Hljómsveitin var stofnuð af þeim Peter Morén, Björn Yttling og John Eriksson árið 1999. Þeir eiga allir feril að baki með öðrum sveitum. Björn, sem er aðallagasmiðurinn, er að auki eftirsóttur upptökustjóri og meðlimur í djassbandinu Yttling Jazz. Farmiði Peter Björn and John inn í sviðsljósið er smáskífan Young Folks sem er ótrúlega grípandi og flottur smellur sem manni finnst að ætti að hljóma látlaust á öllum útvarpsstöðvum. Í því lagi syngur Victoria Bergsman með sveitinni, en hún var áður í hinni efnilegu The Concretes, sem Björn tók m.a. upp. Writer‘s Block er ein af skemmtilegri plötum ársins. Fersk, fjölbreytt og mátulega poppuð. Stelpupopp í nýju samhengiPeter Björn & John Sænsk eðalsveit sem nú heyrist í fyrsta skipti utan Svíþjóðar. Smellurinn Young Folks er frábært lag.Stelpusveitin The Pipettes var stofnuð í Brighton á Englandi fyrir tveimur árum að frumkvæði umbans Monster Bobby. Í sveitinni eru þrjár söngkonur, Becki, Rose og Gwenno. Hugmyndin með The Pipettes var að taka tónlist stelpusveita sjöunda áratugarins og uppfæra hana og matreiða fyrir 21. öldina. Eftir þrjár smáskífur sem vöktu athygli árið 2005 gerði The Pipettes samning við Memphis Industries, plötufyrirtækið sem sló í gegn með The Go! Team-plötunni Thunder, Lightning, Strike fyrir tveimur árum. Fyrsta plata The Pipettes, We are the Pipettes, sem kom út fyrir stuttu er full af grípandi indie-lituðu stelpupoppi sem minnir mikið á sveitir eins og The Ronettes, The Shirelles of The Supremes þó að sykurhúðin sé ekki alveg jafn þykk. Til að gera þetta enn meira sannfærandi klæðast stelpurnar gjarnan doppóttum kjólum. Textarnir eru samt svolítið öðruvísi eins og sést á laganöfnum eins og Your Kisses are Wasted on Me. Ekki nógu frumleg sveit til að komast ofarlega á árslista, en skemmtileg engu að síður. Allt alltaf ...Rúsínan í pylsuendanum er svo Seattle-sveitin Band of Horses. Hún var stofnuð af þeim Ben Bridwell og Matthew Brooke fyrir tveimur árum á rústum hljómsveitarinnar Carissa‘s Wierd. Hún vakti athygli á South by Southwest hátíðinni í vor og nú er fyrsta platan hennar, Everything All the Time, nýkomin út hjá Sub-Pop útgáfunni. Heilsteypt plata sem er full af flottum lagasmíðum og áhrifamiklum flutningi. Söngur Bens minnir bæði á Wayne Coyne söngara Flaming Lips og Brian Wilson. Everything All the Time hefur fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda. Bæði Pitchforkmedia og Stylus hampa sveitinni mikið og nú er bara að sjá hvort velgengni hennar verður jafn afgerandi og Arcade Fire fyrir tveimur árum og Wolf Parade í fyrra.
Menning Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira