Opið töltmót verður haldið á Höfn í Hornafirði þann 22. apríl nk. Það er hestamannafélagið Hornfirðingur sem stendur fyrir mótinu í samstarfi við Sparisjóð Hornafjarðar og nágrennis.
Mótið mun fara fram á félagssvæði Hornfirðings við Stekkhól og hefst kl 12. Keppt verður í barna, unglinga, og ungmennaflokki ásamt áhugamanna og opnum flokki.
Sjá nánar á www.hestafrettir.is