Lífið

Lou Ye settur í bann heimafyrir

Bannaður Lou Ye hefur verið bannað að gera kvikmyndir í Kína næstu fimm árin en hér er hann ásamt aðalleikurum Summer Palace, þeim Lei Hao og Xiaodong Guo.
Bannaður Lou Ye hefur verið bannað að gera kvikmyndir í Kína næstu fimm árin en hér er hann ásamt aðalleikurum Summer Palace, þeim Lei Hao og Xiaodong Guo. MYND / Getty Images

Kínverska leikstjóranum Lou Ye hefur verið bannað að gera kvikmynd í fimm ár eftir að hafa sýnt mynd sína Summer Palace án leyfis kínverskra stjórnvalda.

Lou Ye mætti með Summer Palace á Cannes-hátíðina þar sem hún keppti um Gullpálmann í júní. Ye hafði ekki fengið leyfi hjá kínverskum yfirvöldum en myndin gerist um það leyti þegar hermenn alþýðulýðveldisins réðust gegn stúdentum á Torgi hins himneska friðar í júní árið 1989 eftir þriggja vikna mótmæli.

Ye sagði á Cannes að hann hefði í hyggju að breyta myndinni lítillega svo að hægt væri að sýna myndina í heimalandinu en nú hafa stjórnvöld gert hana upptæka, sem og allan gróða af henni. Framleiðanda myndarinnar, Nai An, hefur einnig verið gert að halda sig frá kvikmyndagerð næstu árin en atburðirnir á Torginu er viðkvæmt mál hjá kínverskum stjórnvöldum sem enn þann dag í dag kjósa að kalla þau "aðgerðir gegn uppreisnarseggjum". Sjálfur hefur Ye sagt að myndin fjalli alls ekki um þessa atburði heldur sé hún fyrst og fremst ástarsaga. Starfsmaður Útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndastofnunar Kína staðfesti þessar fréttir við kínversku fréttaveituna Xinhua en vildi ekki tjá sig meira um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.