Reyklaus böll í mörgum skólum 14. nóvember 2006 14:00 Arnar Ágústsson Ármaður MS sem hefur tekið upp þá reglu að banna reykingar á öllum böllum skólans. Fréttablaðið/vilhelm MYND/Vilhelm Menntaskólar landsins hafa margir hverjir tekið sig saman og gert böllin hjá sér algjörlega reyklaus. Þetta hefur gefið góða raun. Menntaskólinn við Sund er einn af þessum skólum og segir Arnar Ágústsson, ármaður skólafélags MS, að þetta hafi verið ákveðið í vor. „Við ákváðum að prufukeyra þessa nýju reglu á lokaballinu okkar í vor og það er ótrúlegt hversu vel þetta leggst í fólkið," segir Arnar og bætir því við að Menntaskólinn við Reykjavík hafi verið fyrstur skóla til að gera þetta á síðasta ári. „Þetta er náttúrulega það sem koma skal á öllum skemmtistöðum og kaffihúsum borgarinnar þannig að við vissum að við þyrftum að lúta að þessari reglu fyrr eða síðar. Við vildum bara vera nokkrum skrefum á undan." Arnar vill ekki meina að reykingabannið á böllum sé eitthvað tengt því veseni sem skólinn lenti í vegna mikilla óláta á busaballi skólans árið 2005. „Þetta tengist því ekki neitt en skólinn hefur samt sem áður á sér ljótan stimpil eftir það og því viljum við breyta." Félagslíf skólans hefur breyst síðan þessir atburðir urðu, og til að mynda hafa nemendur skólans ekki fengið að taka með sér gesti á böllin til þessa. Arnar segir að reykingabannið hafi mikil áhrif á böllin og segir þau ívið rólegri en áður. „Það er mjög skrýtið hversu mikið rólegri böllin eru þegar sígarettureykurinn er ekki í nösunum á öllum. En það segir okkur bara að reykurinn hefur meiri áhrif en við höldum," segir Arnar. Jónas Margeir Ingólfsson, formaður nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð, segir félagið vera að skoða þennan möguleika innan skólans vel og vandlega. „Við hér höfum ákveðið að fara mjög lýðræðislega leið að þessu og leyfum þeim sem kaupa miða á böllin okkar að kjósa hvort þeir vilja hafa ballið reyklaust eða ei. Hingað til hafa fleiri viljað hafa reykingar á böllum, því miður," segir Jónas, en bætir því við að mikill áhugi sé meðal skólastjórnarinnar að hafa böllin reyklaus. „Þegar reykingabannið gengur í gildi í júlí munum við fagna því. Hvað er betra en ung og hrein lungu." Menning Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Menntaskólar landsins hafa margir hverjir tekið sig saman og gert böllin hjá sér algjörlega reyklaus. Þetta hefur gefið góða raun. Menntaskólinn við Sund er einn af þessum skólum og segir Arnar Ágústsson, ármaður skólafélags MS, að þetta hafi verið ákveðið í vor. „Við ákváðum að prufukeyra þessa nýju reglu á lokaballinu okkar í vor og það er ótrúlegt hversu vel þetta leggst í fólkið," segir Arnar og bætir því við að Menntaskólinn við Reykjavík hafi verið fyrstur skóla til að gera þetta á síðasta ári. „Þetta er náttúrulega það sem koma skal á öllum skemmtistöðum og kaffihúsum borgarinnar þannig að við vissum að við þyrftum að lúta að þessari reglu fyrr eða síðar. Við vildum bara vera nokkrum skrefum á undan." Arnar vill ekki meina að reykingabannið á böllum sé eitthvað tengt því veseni sem skólinn lenti í vegna mikilla óláta á busaballi skólans árið 2005. „Þetta tengist því ekki neitt en skólinn hefur samt sem áður á sér ljótan stimpil eftir það og því viljum við breyta." Félagslíf skólans hefur breyst síðan þessir atburðir urðu, og til að mynda hafa nemendur skólans ekki fengið að taka með sér gesti á böllin til þessa. Arnar segir að reykingabannið hafi mikil áhrif á böllin og segir þau ívið rólegri en áður. „Það er mjög skrýtið hversu mikið rólegri böllin eru þegar sígarettureykurinn er ekki í nösunum á öllum. En það segir okkur bara að reykurinn hefur meiri áhrif en við höldum," segir Arnar. Jónas Margeir Ingólfsson, formaður nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð, segir félagið vera að skoða þennan möguleika innan skólans vel og vandlega. „Við hér höfum ákveðið að fara mjög lýðræðislega leið að þessu og leyfum þeim sem kaupa miða á böllin okkar að kjósa hvort þeir vilja hafa ballið reyklaust eða ei. Hingað til hafa fleiri viljað hafa reykingar á böllum, því miður," segir Jónas, en bætir því við að mikill áhugi sé meðal skólastjórnarinnar að hafa böllin reyklaus. „Þegar reykingabannið gengur í gildi í júlí munum við fagna því. Hvað er betra en ung og hrein lungu."
Menning Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira