Roma tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar þegar liðið lagði Palermo 1-0 á heimavelli sínum. Það var gamla kempan Damiano Tommasi sem skoraði sigurmark Rómverja á 30. mínútu. Roma tapaði fyrri leiknum 2-1 en kemst áfram á marki skoruðu á útivelli. Liðið mætir Inter Milan í úrslitum keppninnar.
Roma mætir Inter í úrslitum
