Vilja breyta eftirlaunalögum en deila um aðferðarfræði 12. apríl 2006 16:24 MYND/GVA Samstaða er um það meðal allra flokka á Alþingi að breyta löguum um eftirlaun stjórnmálamanna, en ágreiningur er um hversu langt á að ganga í málinu og hvort það þurfi að ná um það pólitískri samstöðu á þingi. Forsætisráðherra lýsti því yfir á þingi í gær að samið hefði verið frumvarp um breytingar á eftirlaunalögum þannig að menn gætu ekki þegið eftirlaun samhliða fullu starfi á vegum ríkisins. Í drögum að frumvarpinu segir að ef enn hafi öðlast rétt til eftirlauna og taki við starfi á vegum hins opinbera komi launagreiðslur fyrir það starf til frádráttar þeim eftirlaunum sem menn eigi rétt á. Frumvarpið var kynnt fyrir forseta þingsins og formönnum flokkanna skömmu fyrir jól en þá náðist ekki þverpólitísk sátt um það. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, var stjórnarandstaðan mótfallin því að frumvarpið yrði keyrt í gegnum þingið skömmu fyrir jól. Ýmsar spurningar hafi vaknað, þar á meðal hvort hægt væri að taka réttinn af þeim sem þegar hefðu öðlast hann. Síðan þá hefur ekkert gerst í málinu en fulltrúar allra flokka á þingi sem fréttastofa ræddi við segjast vilja breyta lögunum. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd hafi árið 2003 flutt frumvarpið um breytingar á eftirlaum stjórnmálamanna sem samþykkt var og því telji hún eðlilegt að nefndin flytji líka breytingafrumvarpið svo fremi sem það náist þverpólitísk sátt í málinu. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur ekki þörf á þverpólitískri sátt og segir að þingmenn verði að þora að ræða lífeyrismál sín þrátt fyrir að skiptar skoðanir séu um málið. Í svipaðan streng tekur Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hún segir að stjórnarandstaðan hafi gert athugasemdir við frumvarpsdrögin en það sé nú gert við mörg mál sem stjórnarliðar flytji. Það hafi hingað til ekki orðið til þess aða stoppa stjórnarliða. Hún segir enn fremur að stjórnarandstaðan í málinu sé kannski innan stjórnarinnar frekar en í minnihlutanum á þingi, eins og tilfellið sé með Byggðastofnunarmál iðnaðarráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Samstaða er um það meðal allra flokka á Alþingi að breyta löguum um eftirlaun stjórnmálamanna, en ágreiningur er um hversu langt á að ganga í málinu og hvort það þurfi að ná um það pólitískri samstöðu á þingi. Forsætisráðherra lýsti því yfir á þingi í gær að samið hefði verið frumvarp um breytingar á eftirlaunalögum þannig að menn gætu ekki þegið eftirlaun samhliða fullu starfi á vegum ríkisins. Í drögum að frumvarpinu segir að ef enn hafi öðlast rétt til eftirlauna og taki við starfi á vegum hins opinbera komi launagreiðslur fyrir það starf til frádráttar þeim eftirlaunum sem menn eigi rétt á. Frumvarpið var kynnt fyrir forseta þingsins og formönnum flokkanna skömmu fyrir jól en þá náðist ekki þverpólitísk sátt um það. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, var stjórnarandstaðan mótfallin því að frumvarpið yrði keyrt í gegnum þingið skömmu fyrir jól. Ýmsar spurningar hafi vaknað, þar á meðal hvort hægt væri að taka réttinn af þeim sem þegar hefðu öðlast hann. Síðan þá hefur ekkert gerst í málinu en fulltrúar allra flokka á þingi sem fréttastofa ræddi við segjast vilja breyta lögunum. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd hafi árið 2003 flutt frumvarpið um breytingar á eftirlaum stjórnmálamanna sem samþykkt var og því telji hún eðlilegt að nefndin flytji líka breytingafrumvarpið svo fremi sem það náist þverpólitísk sátt í málinu. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur ekki þörf á þverpólitískri sátt og segir að þingmenn verði að þora að ræða lífeyrismál sín þrátt fyrir að skiptar skoðanir séu um málið. Í svipaðan streng tekur Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hún segir að stjórnarandstaðan hafi gert athugasemdir við frumvarpsdrögin en það sé nú gert við mörg mál sem stjórnarliðar flytji. Það hafi hingað til ekki orðið til þess aða stoppa stjórnarliða. Hún segir enn fremur að stjórnarandstaðan í málinu sé kannski innan stjórnarinnar frekar en í minnihlutanum á þingi, eins og tilfellið sé með Byggðastofnunarmál iðnaðarráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira