Austurríska bakverðinum Emmanuel Pogatetz hjá Middlesbrough hefur verið sagt að taka sér hlé frá knattspyrnuiðkun í þrjá mánuði eftir að hann lenti í ljótu samstuði í leik í Evrópukeppninni á dögunum þar sem hann nefbrotnaði og brákaði kinnbein. Læknar hafa ráðlagt honum að hvíla í þennan tíma, ella geti hann átt á hættu að missa sjónina.
Pogatetz hafði skömmu áður orðið fyrir svipuðum meiðslum á auga eftir samstuð í ensku úrvalsdeildinni og því hafa læknar skipað honum að taka því rólega. Hann fór í aðgerð eftir síðara óhappið og ku vera á góðum batavegi.