Innlent

Nærri fimmtíu tilboð í þrjár lóðir í Norðlingaholti

Loftmynd af Norðlingaholti.
Loftmynd af Norðlingaholti. MYND/Vilhelm

Alls bárust 47 tilboð frá 20 aðilum í byggingarrétt í Norðlingaholti, en tilboðin voru opnuð hjá Framkvæmdasviði í gær. Boðinn var út byggingarréttur á tveimur lóðum fyrir atvinnuhúsnæði og á einni lóð fyrir 27 - 30 íbúða fjölbýlishús. Hæsta tilboði í aðra lóðina undir atvinnuhúsnæði, sem var 4800 fermetrar, nam hátt í 106 milljónum króna en hæsta tilboð í hina, sem er 5500 fermetrar, var rúmar 118 milljónir. Þá var hæsta tilboð í lóðina undir fjölbýlishúsið 196,5 milljónir króna en það þýðir að lóðaverð fyrir hverja íbúð er á bilinu 6,5 til 7 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×