Keppir til úrslita um montbíl ársins 2006 18. október 2006 15:30 Sigfús B. Sverrisson Hefur gert heilmikið fyrir Mustanginn síðan hann fékk hann og segist alltaf vera að dytta að honum enda sé bíllinn eilífðar dekurverkefni. Hann er í ágætu standi og er alltaf að verða betri. MYND/Hörður Ég keypti bílinn á eBay árið 2002 og flutti hann með flugi til landsins, segir Sigfús B. Sverrisson, stoltur eigandi glæsibifreiðarinnar Ford Mustang Fastback árgerð 1966. Billinn er kominn í fimm bíla úrslit í keppni bandarísku heimasíðunnar www.cardomain.com þar sem hann keppir um titilinn Show Off of the Year 2006 sem gæti útlagst Montbíll ársins 2006 eða eitthvað á þá leið. Ég setti myndir af honum inn á síðuna í keppni um montbíl vikunnar og hann vann þá umferð. Það eru, eins og gefur að skilja 52 bílar á ári sem ná því að verða montbíll vikunnar og Mustanginn komst svo ásamt fjórum öðrum bílum í úrlsit um montbíl ársins, segir Sigfús og neitar því ekki að þó hann hafi skráð bílinn í keppninna upp á grínið þá sé hann ansi montinn af honum. Það væri auðvitað geggjað að vinna þetta, segir Sigfús og þar sem um netkosningu er að ræða vonast hann til þess að magnaæði renni á íslenskt bíladellufólk og það láti til sín taka í kosningunni. Ég á E týpu af Jaguar sem hefur unnið silfurverðlaun hjá Fornbílaklúbbnum og það væri ekki verra að fá loks fyrstu verðlaun og þetta væri ekki ónýtur vettvangur þar sem CarDomain er með 170000 félaga. Sigfús er með bíladellu á háu stigi og segist hafa verið með hana frá því hann man eftir sér. Ég eyði ekki peningum í reykingar eða brennivín og þetta er mitt hobbí. Sigfús hefur átt fölmarga bíla sem eru honum hjartfólgnir og má þar til dæmis nefna forláta Corvettu en svarti Mustanginn er honum ekki síður hjartfólginn. Ég held að allir vilji eiga Mustang. Þetta er svo einföld og falleg lína og það eru til dæmis 18.900 aðrir Mustangar á CarDomain síðunni, segir Sigfús sem er að búa drossíurnar sínar undir veturinn en þá setur hann þær undir ábreiður og inn í skúr. Dagsdaglega ekur hann um á Ford Explorer jeppa en spókar sig á köggunum þegar veður og aðstæður leyfa. Sigurvegari keppninnar verður kynntur á SEMA sýningunni í Bandaríkjunum í byrjun nóvember en þar hittast allir flottustu gaurarnir sem hafa eitthvað að gera með aukahluti og breytingar á bílum að gera, segir Sigfús og bætir við að hann geti vel hugsað sér að skella sér á sýninguna fari svo að hann vinni. Ef þeir láta mann vita með fyrirvara held ég að maður yrði nú að stökkva enda væri það vel þess virði bara til þess að sjá sýninguna. Sigfús er líkt og fjölmargir aðrir bílahugamenn með sína eigin undirsíðu á CarDomain (http://www.cardomain.com/ride/2066882) þar sem hann fjallar um Mustanginn og aðra bíla sem hann á. Umferðin um síðuna mina rauk upp úr öllu valdi eftir að bíllinn komst í show off keppnina og eftir eina viku voru heimsóknirnar orðnar 19.000. Á síðu Sigfúss er tengill sem leiðir lesendur á kosninguna þar sem þeir geta greitt Mustanginum atkvæði sitt. Menning Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Ég keypti bílinn á eBay árið 2002 og flutti hann með flugi til landsins, segir Sigfús B. Sverrisson, stoltur eigandi glæsibifreiðarinnar Ford Mustang Fastback árgerð 1966. Billinn er kominn í fimm bíla úrslit í keppni bandarísku heimasíðunnar www.cardomain.com þar sem hann keppir um titilinn Show Off of the Year 2006 sem gæti útlagst Montbíll ársins 2006 eða eitthvað á þá leið. Ég setti myndir af honum inn á síðuna í keppni um montbíl vikunnar og hann vann þá umferð. Það eru, eins og gefur að skilja 52 bílar á ári sem ná því að verða montbíll vikunnar og Mustanginn komst svo ásamt fjórum öðrum bílum í úrlsit um montbíl ársins, segir Sigfús og neitar því ekki að þó hann hafi skráð bílinn í keppninna upp á grínið þá sé hann ansi montinn af honum. Það væri auðvitað geggjað að vinna þetta, segir Sigfús og þar sem um netkosningu er að ræða vonast hann til þess að magnaæði renni á íslenskt bíladellufólk og það láti til sín taka í kosningunni. Ég á E týpu af Jaguar sem hefur unnið silfurverðlaun hjá Fornbílaklúbbnum og það væri ekki verra að fá loks fyrstu verðlaun og þetta væri ekki ónýtur vettvangur þar sem CarDomain er með 170000 félaga. Sigfús er með bíladellu á háu stigi og segist hafa verið með hana frá því hann man eftir sér. Ég eyði ekki peningum í reykingar eða brennivín og þetta er mitt hobbí. Sigfús hefur átt fölmarga bíla sem eru honum hjartfólgnir og má þar til dæmis nefna forláta Corvettu en svarti Mustanginn er honum ekki síður hjartfólginn. Ég held að allir vilji eiga Mustang. Þetta er svo einföld og falleg lína og það eru til dæmis 18.900 aðrir Mustangar á CarDomain síðunni, segir Sigfús sem er að búa drossíurnar sínar undir veturinn en þá setur hann þær undir ábreiður og inn í skúr. Dagsdaglega ekur hann um á Ford Explorer jeppa en spókar sig á köggunum þegar veður og aðstæður leyfa. Sigurvegari keppninnar verður kynntur á SEMA sýningunni í Bandaríkjunum í byrjun nóvember en þar hittast allir flottustu gaurarnir sem hafa eitthvað að gera með aukahluti og breytingar á bílum að gera, segir Sigfús og bætir við að hann geti vel hugsað sér að skella sér á sýninguna fari svo að hann vinni. Ef þeir láta mann vita með fyrirvara held ég að maður yrði nú að stökkva enda væri það vel þess virði bara til þess að sjá sýninguna. Sigfús er líkt og fjölmargir aðrir bílahugamenn með sína eigin undirsíðu á CarDomain (http://www.cardomain.com/ride/2066882) þar sem hann fjallar um Mustanginn og aðra bíla sem hann á. Umferðin um síðuna mina rauk upp úr öllu valdi eftir að bíllinn komst í show off keppnina og eftir eina viku voru heimsóknirnar orðnar 19.000. Á síðu Sigfúss er tengill sem leiðir lesendur á kosninguna þar sem þeir geta greitt Mustanginum atkvæði sitt.
Menning Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira