Lífið

Fúll út í Allen

Beckham og frú David finnst Victoria sæt, þótt grannholda sé.
Beckham og frú David finnst Victoria sæt, þótt grannholda sé.

Fótboltakappanum David Beckham var boðin smáskífa með söngkonunni Lily Allen að gjöf en þvertók fyrir að þiggja hana því Allen hafði verið "hundleiðinleg" við Victoriu, spúsu hans. Beckham var í útvarpsviðtali og bauð spyrill­inn honum geisladiskinn að gjöf.

Haft hefur verið eftir Allen að Victoria Beckham sé slæm fyrir­mynd ungra stúlkna þvi hún eigi greinilega við átröskun að stríða. Beckham segir það bull og þvælu og finnst Victoria líta vel út, "sérstaklega þegar hún klæðir sig í búninginn minn".

Beckham játaði enn fremur í viðtalinu að hann væri vinafár og hefði lítið samband við vini sína úr grunnskóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.