FTT fordæmir auglýsingu Moggans 20. september 2006 09:00 Unnur Ingibjörg Jónsdóttir Markaðsstjóri Morgunblaðsins er sátt við notkun á Bowie-laginu Changes í auglýsingu. MYND/GVA Tónlistarmenn eru ósáttir við notkun Morgunblaðsins á erlendu lagi í sjónvarpsauglýsingu. Forsvarsmenn Morgunblaðsins eru sáttir við útkomuna. "Já, síðasta vígið fallið. Ég held að þeir hjá Morgunblaðinu ættu að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að skrifa bara blaðið á ensku," segir Magnús Kjartansson, framkvæmdastjóri FTT – Félags tónskálda og textahöfunda. Urgur er í íslenskum tónlistarmönnum vegna þeirrar tilhneigingar íslenskra stórfyrirtækja, sem hefur verið áberandi að undanförnu, að nota engilsaxnesk lög til að auglýsa íslenskan varning sinn á íslenskum markaði. "Það er eins og ákveðin öfl í þjóðfélaginu geti ekki beðið eftir því að enska verði gerð að móðurmáli," segir Magnús. Hann segir steininn hafa tekið úr með Morgunblaðsauglýsingunni sem hefur verið leikin í sjónvarpi að undanförnu. Lag Davids Bowie er notað í auglýsingunni, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær spilar Todmobile lagið þó erfitt sé að greina á milli frumútgáfunnar og útgáfu Todmobile. Er ályktunar að vænta frá FTT á næstunni en Magnús talar um málið sem hið mesta hneyksli. Magnús bendir á að svo virðist sem skynvilla sé í gangi hjá markaðsmönnum, ráðgjöfum, auglýsingastofum og þá ekki síður stjórnendum fyrirtækja sem þiggja þessi ráð. Þarna séu menn á mjög hálum ís. Hann nefnir til sögunnar fleiri dæmi. Magnús vísar til þess að kominn virðist upp iðnaður á Íslandi þar sem tónlistarmenn hermi eftir erlendum lögum og breyti þá kannski takti til að komast upp með að nota þau í auglýsingum og þannig megi komast hjá því að greiða flutningsréttinn. En erfitt sé að heyra mun. Þá sé auðveldara að eiga við fyrirtæki sem hafi með höfundarréttinn að gera. Þau vilji gera sem mest úr því og veiti leyfi til að nota lög fyrir ekki svo mikinn pening. En erfiðara sé að eiga við hljómplötufyrirtæki ef nota eigi lag í upprunalegri útgáfu. Því sé sá leikur leikinn að herma bara eftir lögunum þannig að lítill munur heyrist. "Við ræddum þetta hér en á endanum fannst okkur lagið svo flott og passa það vel við slagorð herferðarinnar að við ákváðum að nota það," segir Unnur Ingibjörg Jónsdóttir, markaðsstjóri Morgunblaðsins. "Við prófuðum að þýða texta lagsins en það kom afleitlega út. Í staðinn ákváðum við að láta þrjár íslenskar hljómsveitir flytja lagið og finnst það koma vel út. Meistari Bowie stendur einfaldlega alltaf fyrir sínu og við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við auglýsingunni. Það má hins vegar vissulega skoða það í víðara samhengi hvort það sé orðið of mikið um þetta á Íslandi," segir Unnur. Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Tónlistarmenn eru ósáttir við notkun Morgunblaðsins á erlendu lagi í sjónvarpsauglýsingu. Forsvarsmenn Morgunblaðsins eru sáttir við útkomuna. "Já, síðasta vígið fallið. Ég held að þeir hjá Morgunblaðinu ættu að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að skrifa bara blaðið á ensku," segir Magnús Kjartansson, framkvæmdastjóri FTT – Félags tónskálda og textahöfunda. Urgur er í íslenskum tónlistarmönnum vegna þeirrar tilhneigingar íslenskra stórfyrirtækja, sem hefur verið áberandi að undanförnu, að nota engilsaxnesk lög til að auglýsa íslenskan varning sinn á íslenskum markaði. "Það er eins og ákveðin öfl í þjóðfélaginu geti ekki beðið eftir því að enska verði gerð að móðurmáli," segir Magnús. Hann segir steininn hafa tekið úr með Morgunblaðsauglýsingunni sem hefur verið leikin í sjónvarpi að undanförnu. Lag Davids Bowie er notað í auglýsingunni, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær spilar Todmobile lagið þó erfitt sé að greina á milli frumútgáfunnar og útgáfu Todmobile. Er ályktunar að vænta frá FTT á næstunni en Magnús talar um málið sem hið mesta hneyksli. Magnús bendir á að svo virðist sem skynvilla sé í gangi hjá markaðsmönnum, ráðgjöfum, auglýsingastofum og þá ekki síður stjórnendum fyrirtækja sem þiggja þessi ráð. Þarna séu menn á mjög hálum ís. Hann nefnir til sögunnar fleiri dæmi. Magnús vísar til þess að kominn virðist upp iðnaður á Íslandi þar sem tónlistarmenn hermi eftir erlendum lögum og breyti þá kannski takti til að komast upp með að nota þau í auglýsingum og þannig megi komast hjá því að greiða flutningsréttinn. En erfitt sé að heyra mun. Þá sé auðveldara að eiga við fyrirtæki sem hafi með höfundarréttinn að gera. Þau vilji gera sem mest úr því og veiti leyfi til að nota lög fyrir ekki svo mikinn pening. En erfiðara sé að eiga við hljómplötufyrirtæki ef nota eigi lag í upprunalegri útgáfu. Því sé sá leikur leikinn að herma bara eftir lögunum þannig að lítill munur heyrist. "Við ræddum þetta hér en á endanum fannst okkur lagið svo flott og passa það vel við slagorð herferðarinnar að við ákváðum að nota það," segir Unnur Ingibjörg Jónsdóttir, markaðsstjóri Morgunblaðsins. "Við prófuðum að þýða texta lagsins en það kom afleitlega út. Í staðinn ákváðum við að láta þrjár íslenskar hljómsveitir flytja lagið og finnst það koma vel út. Meistari Bowie stendur einfaldlega alltaf fyrir sínu og við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við auglýsingunni. Það má hins vegar vissulega skoða það í víðara samhengi hvort það sé orðið of mikið um þetta á Íslandi," segir Unnur.
Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“