Erfið staða Skagamanna 11. ágúst 2006 10:00 Skagamenn eiga fyrir höndum nokkuð erfiðan lífróður í Landsbankadeild karla eftir að hafa uppskorið aðeins eitt stig gegn viðureign sinni gegn Val í gær. Úrslit annarra leikja voru þeim þar að auki ekki í hag. Matthías Guðmundsson kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bjarni Guðjónsson jafnaði metin í þeim síðari og þar við sat. Rok og rigning tók á móti áhorfendum og leikmönnum á Akranesvelli í gær og voru aðstæður fyrir skemmtilegan knattspyrnuleik ekkert sérlega lofandi. En úr varð hin mesta skemmtun enda Skagamenn ólmir í að laga stöðu sína í deildinni og koma sér frá fallsvæðinu. Valsmenn skoruðu fyrst er þeir hreinsuðu eftir horn og sendu langa sendingu fram á Matthías Guðmundsson, sem stakk varnarmenn ÍA af og skoraði örugglega framhjá Bjarka Frey Guðmundssyni. Skagamenn létu dómgæsluna fara mikið í taugarnar á sér í fyrri hálfleik og uppskáru fyrir vikið tvö gul spjöld. Erlendur Eiríksson var líka duglegur að dæma á brotin og dæmdi alls 21 aukaspyrnu í fyrri hálfleik, sem þykir í meira lagi. Á 54. mínútu dró aftur til tíðinda. Bjarki Gunnlaugsson átti eitraða sendingu inn á Bjarna Guðjónsson, sem hristi af sér einn varnarmann Vals og skoraði með föstu skoti innan teigs. Bjarni lék á miðju ÍA í gær í fjarveru Igor Pesic sem var í banni og skilaði það þessum árangri. Skagamenn urðu öllu fjörlegri eftir markið en Valsmenn létu ekki sitt eftir liggja. Bæði lið gerðust mjög sókndjörf eftir markið og áttu nokkrar efnilegar sóknir án þess þó að takast að tryggja sínum liði sigur í leiknum. Úrslitin verða að teljast nokkuð sanngjörn þar sem Skagamönnum tókst að rétta úr kútnum eftir heldur slakan fyrri hálfleik. Þeir máttu reyndar prísa sig sæla að hafa ekki fengið á sig annað mark undir lok leiksins þegar Valsmenn sóttu stíft. Grétu Skagamenn sjálfsagt að fá ekki öll þrjú stigin í leiknum þar sem staða liðsins er orðin ansi erfið eftir úrslit gærkvöldsins. Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Skagamenn eiga fyrir höndum nokkuð erfiðan lífróður í Landsbankadeild karla eftir að hafa uppskorið aðeins eitt stig gegn viðureign sinni gegn Val í gær. Úrslit annarra leikja voru þeim þar að auki ekki í hag. Matthías Guðmundsson kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bjarni Guðjónsson jafnaði metin í þeim síðari og þar við sat. Rok og rigning tók á móti áhorfendum og leikmönnum á Akranesvelli í gær og voru aðstæður fyrir skemmtilegan knattspyrnuleik ekkert sérlega lofandi. En úr varð hin mesta skemmtun enda Skagamenn ólmir í að laga stöðu sína í deildinni og koma sér frá fallsvæðinu. Valsmenn skoruðu fyrst er þeir hreinsuðu eftir horn og sendu langa sendingu fram á Matthías Guðmundsson, sem stakk varnarmenn ÍA af og skoraði örugglega framhjá Bjarka Frey Guðmundssyni. Skagamenn létu dómgæsluna fara mikið í taugarnar á sér í fyrri hálfleik og uppskáru fyrir vikið tvö gul spjöld. Erlendur Eiríksson var líka duglegur að dæma á brotin og dæmdi alls 21 aukaspyrnu í fyrri hálfleik, sem þykir í meira lagi. Á 54. mínútu dró aftur til tíðinda. Bjarki Gunnlaugsson átti eitraða sendingu inn á Bjarna Guðjónsson, sem hristi af sér einn varnarmann Vals og skoraði með föstu skoti innan teigs. Bjarni lék á miðju ÍA í gær í fjarveru Igor Pesic sem var í banni og skilaði það þessum árangri. Skagamenn urðu öllu fjörlegri eftir markið en Valsmenn létu ekki sitt eftir liggja. Bæði lið gerðust mjög sókndjörf eftir markið og áttu nokkrar efnilegar sóknir án þess þó að takast að tryggja sínum liði sigur í leiknum. Úrslitin verða að teljast nokkuð sanngjörn þar sem Skagamönnum tókst að rétta úr kútnum eftir heldur slakan fyrri hálfleik. Þeir máttu reyndar prísa sig sæla að hafa ekki fengið á sig annað mark undir lok leiksins þegar Valsmenn sóttu stíft. Grétu Skagamenn sjálfsagt að fá ekki öll þrjú stigin í leiknum þar sem staða liðsins er orðin ansi erfið eftir úrslit gærkvöldsins.
Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira