Fer til Häcken til að fá að spila 5. ágúst 2006 11:00 Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Häcken. Ari er nítján ára gamall og hefur leikið frábærlega með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. "Þetta gerðist alveg ótrúlega fljótt, nú er það bara frágengið að ég mun fara út á miðvikudaginn og gangast undir læknisskoðun," sagði Ari sem er alveg pottþéttur á því að hann muni fljúga í gegnum þá skoðun. Häcken kaupir Ara frá Val en félögin tvö komust að samkomulagi á fimmtudag. Hann er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem hann hefur fengið hjá Val en hann hefur leikið ellefu af tólf leikjum liðsins og skorað eitt mark, með stórglæsilegu skoti gegn FH. "Þetta hefur verið ótrúlega gaman í sumar og ég ætlaði mér að klára tímabilið með Val. En þeir hjá Häcken vildu svo ólmir fá mig að það var eiginlega ekki möguleiki á að bíða," sagði Ari. Hann fór til Heerenveen í Hollandi 2003 en kom aftur í Val í fyrra. "Stefnan var alltaf að komast aftur út og ég hef verið að undirbúa mig undir það síðan ég kom aftur heim. Ég er því mjög sáttur við að komast aftur út og fara að spila fótbolta sem atvinnumaður," sagði Ari Freyr sem unnið hefur við hellulaggnir í sumar. Ari Freyr ætlar sér að vera í atvinnumennskunni á næstu árum og er mjög spenntur fyrir því að fara til Häcken. "Ég veit að félagið er þekkt fyrir góða unglingastarfsemi í Svíþjóð. Svo er liðið með nokkra þekkta leikmenn eins og danska brjálæðinginn Stig Töfting og svo er þarna einnig varnarmaðurinn Teddy Lucic sem var í sænska landsliðshópnum. Þar á milli eru nokkrir ungir og skemmtilegir leikmenn." Íslenskir leikmenn hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð. "Ég vildi frekar fara í lið sem væri líklegt til að gefa mér tækifæri í stað þess að fara í stærra lið þar sem ég yrði kannski mikið utan liðsins. Maður er að fara í þetta til að fá spila," sagði Ari en vonandi getur hann hjálpað Häcken sem er í mikilli fallbaráttu. Íþróttir Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Häcken. Ari er nítján ára gamall og hefur leikið frábærlega með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. "Þetta gerðist alveg ótrúlega fljótt, nú er það bara frágengið að ég mun fara út á miðvikudaginn og gangast undir læknisskoðun," sagði Ari sem er alveg pottþéttur á því að hann muni fljúga í gegnum þá skoðun. Häcken kaupir Ara frá Val en félögin tvö komust að samkomulagi á fimmtudag. Hann er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem hann hefur fengið hjá Val en hann hefur leikið ellefu af tólf leikjum liðsins og skorað eitt mark, með stórglæsilegu skoti gegn FH. "Þetta hefur verið ótrúlega gaman í sumar og ég ætlaði mér að klára tímabilið með Val. En þeir hjá Häcken vildu svo ólmir fá mig að það var eiginlega ekki möguleiki á að bíða," sagði Ari. Hann fór til Heerenveen í Hollandi 2003 en kom aftur í Val í fyrra. "Stefnan var alltaf að komast aftur út og ég hef verið að undirbúa mig undir það síðan ég kom aftur heim. Ég er því mjög sáttur við að komast aftur út og fara að spila fótbolta sem atvinnumaður," sagði Ari Freyr sem unnið hefur við hellulaggnir í sumar. Ari Freyr ætlar sér að vera í atvinnumennskunni á næstu árum og er mjög spenntur fyrir því að fara til Häcken. "Ég veit að félagið er þekkt fyrir góða unglingastarfsemi í Svíþjóð. Svo er liðið með nokkra þekkta leikmenn eins og danska brjálæðinginn Stig Töfting og svo er þarna einnig varnarmaðurinn Teddy Lucic sem var í sænska landsliðshópnum. Þar á milli eru nokkrir ungir og skemmtilegir leikmenn." Íslenskir leikmenn hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð. "Ég vildi frekar fara í lið sem væri líklegt til að gefa mér tækifæri í stað þess að fara í stærra lið þar sem ég yrði kannski mikið utan liðsins. Maður er að fara í þetta til að fá spila," sagði Ari en vonandi getur hann hjálpað Häcken sem er í mikilli fallbaráttu.
Íþróttir Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira