Fyrstu skrefin lofa góðu 4. ágúst 2006 13:00 í toppsætinu í svíþjóð Gunnar Þór er hér að skella sér í tæklingu í deildarleik gegn Djurgården í sænsku deildinni fyrr í sumar. MYND/nordicphotos/AFP Íslenski U21 landsliðsmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson er nú hálfnaður með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður en Gunnar verður 21. árs eftir tvo mánuði. Fréttablaðið ræddi við Gunnar í gær þegar hann var í lest á leiðinni til Gautaborgar þar sem Hammarby mætti Örgryte. Lestin var stopp í smástund þar sem eldingu laust niður í kapalkerfi hennar og gaf Gunnar sér því tíma í smá spjall. "Mér hefur líkað mjög vel við lífið hér í Svíþjóð hingað til. Það hefur verið mjög gaman að fá að kynnast lífi atvinnumannsins og sjá hvernig þetta liggur fyrir manni að lifa af því að spila fótbolta og búa erlendis. Enn sem komið er hef ég ekki haft neina ástæðu til að kvarta," sagði Gunnar Þór sem var allur hinn kátasti en með honum hjá félaginu er landsliðsvarnarmaðurinn Pétur Marteinsson en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera uppaldir Framarar. "Pétur er mjög góður leikmaður og það er þægilegt að spila við hlið hans," sagði Gunnar Þór um Pétur. Gunnar vakti mikla athygli í vinstri bakverðinum hjá Fram í fyrrasumar og skrifaði hann undir samning við Hammarby til þriggja ára í mars síðastliðnum. Hann hefur spilað vel með Hammarby sem er á toppi sænsku deildarinnar og verið byrjunarliðsmaður. "Það er ljóst að samkeppnin innan liðsins er að harðna því það er verið að kaupa nýja leikmenn. Ég veit ekki í hvaða stöður er verið að versla, maður verður samt bara að halda áfram að gera sitt besta. Það er það eina sem ég get gert," sagði Gunnar sem er sáttur við frammistöðu sína á tímabilinu. "Við erum að spila nokkuð öðruvísi en flest liðin í deildinni, við erum hærra uppi á vellinum og viljum frekar sækja. Það gerist oft að lið leggjast frekar aftarlega á móti okkur. Fyrir vikið verða leikirnir okkar kannski ekkert mjög opnir. En þetta hefur gengið vel og sem stendur erum við í efsta sætinu og náum vonandi að halda okkur þar." Gunnar býr með unnustu sinni ytra og er ánægður með lífið í Svíþjóð. "Við erum með snotra íbúð á alveg ágætis stað. Þessi fyrsta reynsla mín af atvinnumennsku fer vel af stað en ef það fer eitthvað að halla undan fæti þá kemur maður bara heim, það er ekkert flókið," sagði Gunnar sem hefur fylgst vel með sínum mönnum í Fram í sumar. "Mér líst mjög vel á þetta hjá þeim, þeir eru að fljúga aftur upp í úrvalsdeildina sem er mjög jákvætt mál." Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö Sjá meira
Íslenski U21 landsliðsmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson er nú hálfnaður með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður en Gunnar verður 21. árs eftir tvo mánuði. Fréttablaðið ræddi við Gunnar í gær þegar hann var í lest á leiðinni til Gautaborgar þar sem Hammarby mætti Örgryte. Lestin var stopp í smástund þar sem eldingu laust niður í kapalkerfi hennar og gaf Gunnar sér því tíma í smá spjall. "Mér hefur líkað mjög vel við lífið hér í Svíþjóð hingað til. Það hefur verið mjög gaman að fá að kynnast lífi atvinnumannsins og sjá hvernig þetta liggur fyrir manni að lifa af því að spila fótbolta og búa erlendis. Enn sem komið er hef ég ekki haft neina ástæðu til að kvarta," sagði Gunnar Þór sem var allur hinn kátasti en með honum hjá félaginu er landsliðsvarnarmaðurinn Pétur Marteinsson en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera uppaldir Framarar. "Pétur er mjög góður leikmaður og það er þægilegt að spila við hlið hans," sagði Gunnar Þór um Pétur. Gunnar vakti mikla athygli í vinstri bakverðinum hjá Fram í fyrrasumar og skrifaði hann undir samning við Hammarby til þriggja ára í mars síðastliðnum. Hann hefur spilað vel með Hammarby sem er á toppi sænsku deildarinnar og verið byrjunarliðsmaður. "Það er ljóst að samkeppnin innan liðsins er að harðna því það er verið að kaupa nýja leikmenn. Ég veit ekki í hvaða stöður er verið að versla, maður verður samt bara að halda áfram að gera sitt besta. Það er það eina sem ég get gert," sagði Gunnar sem er sáttur við frammistöðu sína á tímabilinu. "Við erum að spila nokkuð öðruvísi en flest liðin í deildinni, við erum hærra uppi á vellinum og viljum frekar sækja. Það gerist oft að lið leggjast frekar aftarlega á móti okkur. Fyrir vikið verða leikirnir okkar kannski ekkert mjög opnir. En þetta hefur gengið vel og sem stendur erum við í efsta sætinu og náum vonandi að halda okkur þar." Gunnar býr með unnustu sinni ytra og er ánægður með lífið í Svíþjóð. "Við erum með snotra íbúð á alveg ágætis stað. Þessi fyrsta reynsla mín af atvinnumennsku fer vel af stað en ef það fer eitthvað að halla undan fæti þá kemur maður bara heim, það er ekkert flókið," sagði Gunnar sem hefur fylgst vel með sínum mönnum í Fram í sumar. "Mér líst mjög vel á þetta hjá þeim, þeir eru að fljúga aftur upp í úrvalsdeildina sem er mjög jákvætt mál."
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö Sjá meira