Innlent

Fangelsi verður að gera fanga að betri mönnum

Fangelsismálastjóri segir óforsvaranlegt annað en að fangelsin skili föngum út í þjóðfélagið sem betri mönnum.

Talsmaður fanga á Litla Hrauni segir aðstöðuna góða, en hún miðist við ástand sem feli í sér mikla inniveru.

 

Eftir margra áratuga bið vonast menn núna til að nýtt og fullkomið fangelsi verði tekið í notkun á þessum áratug. Á meðan er reynt að gera helsta fangelsi landsins þannig að viðundandi sé. Þar býðst mönnum að vinna við númeragerð, gluggasmíðar og fleira, auk þess að stunda nám. Atli Helgason segir aðbúnaðinn í fangelsinu góðan miða við það starf sem þar er unnið. Fangar hafi góðan aðgang að tölvum og sjónvarpi og þess háttar, en það helgist af mikilli inniveru.

Sálgæsla í fangelsum, eða skortur á henni hefur oft verið í fréttum, en Atli segir að það þurfi að byrja á meta þörfina, en sjálfur haldi hann að bið eftir slíkri þjónustu sé of löng. Kristján Stefánsson fangelsisstjóri á Litla Hrauni segist sammála því að sálgæslan sé of lítil.

Kristján segir að átak hafi verið gert í eineltismálum og það hafi skilað góðum árangri. Fíkniefnaneysla er annað atriði sem oft er fjallað um, en að sögn Atla Helgasonar eru núna nokkrir fangar í grúppumeðferð í fangelsinu. Annað nafn yfir fangelsi er betrunarhús. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir það óforsvaranlegt ef fangelsin skili föngum ekki út í þjóðfélagið sem betri mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×