Lífið

Paris veldur vonbrigðum

paris hilton
paris hilton fréttablaðið/getty

Þrátt fyrir ágætis dóma og mikið auglýsingaflóð virðast bandarískir kaupendur ekki vera ginkeyptir fyrir fyrstu plötu hótelerfingjans Parisar Hilton, "Paris".

Þetta kemur nokkuð á óvart því smáskífu­lagið Stars Are Blind hefur fengið ágætisspilun á MTV og útvarps­­stöðvunum en það virðist hreinilega ekki nægja. Popparar á borð við Beyoncé, Justin Timberlake og Janet Jackson skjóta þessari fyrirsætu ref fyrir rass, en platan hefur selst í 120 þúsund eintökum, sem þykir lítið í Bandaríkjunum.

Bandaríska fréttastofan Fox News gerði mikið gys að plötunni og Paris og spáði því að fólk myndi muna eftir henni sem spurningu í borðspilinu Trivial Pursuit.

Þessar fréttir eru áfall fyrir tónlistardeild afþreyingarrisans Warner Bros, en fyrirtækið hefur ekki átt plötu á toppnum síðan nýjasta afurð hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers kom út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.