Gera kröfu um ógildingu úrskurðar 2. júní 2006 07:00 Þorsteinn Hilmarsson Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir það rétt hvers og eins og leita réttar síns fyrir dómi. Fréttablaðið gva Hópur einstaklinga hefur stefnt íslenskum stjórnvöldum og Landsvirkjun vegna umhverfismats- og úrskurðar setts umhverfisráðherra, Jóns Kristjánssonar, við mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum. Málið var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hópurinn gerir þá kröfu að úrskurður umhverfisráðherra frá því í janúar 2003 og úrskurður Skipulagsstofnunar frá því í ágúst 2002 verði ógiltir. Katrín Theodórsdóttir, lögmaður einstaklinganna sem að málinu standa, fór í gegnum liði sem að mati einstaklinganna geta hver fyrir sig leitt til ógildingar á úrskurðunum. Katrín hélt því fram við aðalmeðferð málsins að skipulagsstjóri, Stefán Thors, hefði verið vanhæfur til þess að fjalla hlutlaust um málið þar sem sonur hans, Stefán Gunnar Thors, hefði verið einn helsti starfsmaður Landsvirkjunar við gerð skýrslu vegna Norðlingaölduveitu. Tillaga landsvirkjunar um 568 metra hátt lón Virkjun í Þjórsárverum hefur verið deilumál í langa tíma en sátt skapaðist, að minnsta kosti til skamms tíma, um úrskurð Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, vegna Norðlingaölduveitu. Stefán Gunnar, sem er fagstjóri skipulags- og umhverfismála VSÓ Ráðgjafar og hagfræðingur að mennt, þvertekur fyrir það að tengsl þeirra feðga hefðu haft áhrif á vinnu þeirra. Stefán Gunnar kom að gerð matsskýrslu vegna Norðlingaöldu ásamt fleirum. "Um þetta mál var rætt fyrir fjórum árum og þá var leitað til lögfræðinga og umhverfisráðuneytisins, sem staðfestu að tengsl okkar hefðu ekki áhrif á vinnubrögð okkar." Stefán Thors, skipulagsstjóri, tekur í sama streng. "Það var farið aftur yfir þetta þegar Jón Kristjánsson var settur umhverfisráðherra í þessu máli og hann komst að þeirri niðurstöðu að tengsl okkar hefðu ekki áhrif á vinnu við þetta verkefni." Katrín Theodórsdóttir Katrín gerði miklar athugasemdir við það að fallist hefði verið á mótvægisaðgerðir, með úrskurði setts umhverfisráðherra, sem gætu valdið miklu umhverfistjóni einar og sér, án þess að tjón af völdum þeirra aðgerða hefði verið metið sérstaklega. Einnig sagði Katrín hagkvæmnisjónarmið hafa stýrt að miklu leyti vinnu við umhverfismatið, án þess að gert sé grein fyrir samfélagslegum ávinningi með einum eða öðrum hætti. Að auki gerði Katrín grein fyrir því að skort hefði á lögbundna kynningu á setlónum, haugsetningu og leiði- og varnargörðum vegna mannvirkja austan Arnarfells. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir það rétt einstaklinga að leita réttar síns fyrir dómi ef þeir telja á sér brotið. "Það er lögbundinn réttur fólks að leita réttar og það er ekkert óeðlilegt þó stefnendur í þessu máli vilji fara með málið fyrir dómstóla, ef þeir telja á sér brotið." Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Hópur einstaklinga hefur stefnt íslenskum stjórnvöldum og Landsvirkjun vegna umhverfismats- og úrskurðar setts umhverfisráðherra, Jóns Kristjánssonar, við mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum. Málið var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hópurinn gerir þá kröfu að úrskurður umhverfisráðherra frá því í janúar 2003 og úrskurður Skipulagsstofnunar frá því í ágúst 2002 verði ógiltir. Katrín Theodórsdóttir, lögmaður einstaklinganna sem að málinu standa, fór í gegnum liði sem að mati einstaklinganna geta hver fyrir sig leitt til ógildingar á úrskurðunum. Katrín hélt því fram við aðalmeðferð málsins að skipulagsstjóri, Stefán Thors, hefði verið vanhæfur til þess að fjalla hlutlaust um málið þar sem sonur hans, Stefán Gunnar Thors, hefði verið einn helsti starfsmaður Landsvirkjunar við gerð skýrslu vegna Norðlingaölduveitu. Tillaga landsvirkjunar um 568 metra hátt lón Virkjun í Þjórsárverum hefur verið deilumál í langa tíma en sátt skapaðist, að minnsta kosti til skamms tíma, um úrskurð Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, vegna Norðlingaölduveitu. Stefán Gunnar, sem er fagstjóri skipulags- og umhverfismála VSÓ Ráðgjafar og hagfræðingur að mennt, þvertekur fyrir það að tengsl þeirra feðga hefðu haft áhrif á vinnu þeirra. Stefán Gunnar kom að gerð matsskýrslu vegna Norðlingaöldu ásamt fleirum. "Um þetta mál var rætt fyrir fjórum árum og þá var leitað til lögfræðinga og umhverfisráðuneytisins, sem staðfestu að tengsl okkar hefðu ekki áhrif á vinnubrögð okkar." Stefán Thors, skipulagsstjóri, tekur í sama streng. "Það var farið aftur yfir þetta þegar Jón Kristjánsson var settur umhverfisráðherra í þessu máli og hann komst að þeirri niðurstöðu að tengsl okkar hefðu ekki áhrif á vinnu við þetta verkefni." Katrín Theodórsdóttir Katrín gerði miklar athugasemdir við það að fallist hefði verið á mótvægisaðgerðir, með úrskurði setts umhverfisráðherra, sem gætu valdið miklu umhverfistjóni einar og sér, án þess að tjón af völdum þeirra aðgerða hefði verið metið sérstaklega. Einnig sagði Katrín hagkvæmnisjónarmið hafa stýrt að miklu leyti vinnu við umhverfismatið, án þess að gert sé grein fyrir samfélagslegum ávinningi með einum eða öðrum hætti. Að auki gerði Katrín grein fyrir því að skort hefði á lögbundna kynningu á setlónum, haugsetningu og leiði- og varnargörðum vegna mannvirkja austan Arnarfells. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir það rétt einstaklinga að leita réttar síns fyrir dómi ef þeir telja á sér brotið. "Það er lögbundinn réttur fólks að leita réttar og það er ekkert óeðlilegt þó stefnendur í þessu máli vilji fara með málið fyrir dómstóla, ef þeir telja á sér brotið."
Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira