Síminn selur líklega sinn hlut í Kögun 22. mars 2006 12:07 Kauphöll Íslands MYND/Vísir Skoðun, dótturfélag Dagsbrúnar, hefur keypt fimmtíu og eitt prósent hlutafjár í Kögun. Síminn, sem er stærsti hluthafinn í Kögun, hafði sýnt áhuga á að leiða fyrirtækið en mun nú líklega fara út úr fyrirtækinu. Nokkur átök hafa átt sér stað í kringum Kögun. Síminn og Exista eiga samanlagt um 38% hlut í fyrirtækinu. Hlutur Símans er tæp 27% og var Síminn stærsti hluthafinn. Brynjólfur Bjarnason forstjóri Símann sagði í samtali við NFS að Síminn hefði haft áhuga á því að leiða fyrirtækið en Síminn hefði samt ekki viljað fara í yfirtöku. Þrír stjórnendur Kögunar keyptu fyrir skömmu aukið hlutafé í fyrirtækinu og náðu meirihluta í stjórn þess með aðstoð Straums. Skoðun, sem er dótturfyrirtæki, Dagsbrúnar keypti svo í gærkvöldi meirihluta hlutafjár í félaginu, eða 51%. En 365 prent- og ljósvakamiðlar, sem meðal annars reka NFS, er í eigu Dagsbrúnar. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, sagði í samtali við NFS að vitað hafi verið að Síminn ætlaði sér að ná meirihluta í stjórn Kögunar og stýra fyrirtækinu, án þess að ráða yfir meirihluta hlutafjár. Þetta hafi farið illa í aðra hluthafa og viðræður við þá hafi endað með því að Dagsbrún keypti meirihluta í félaginu. Gunnar Smári segir engar ráðagerðir um breytingar á félaginu. Þeir Örn Karlsson, stjórnarformaður Kögunar, og stjórnarmennirnir Gunnlaugur Sigmundsson og Vilhjálmur Þorsteinsson verði áfram í stjórn félagsins. Dagsbrún ætlar að leggja fram yfirtökutilboð til hlutafa Kögunar í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. Hluthöfum í Kögun verður boðið að selja hluti sína í félaginu á genginu sjötíu og fimm samkvæmt nánari skilmálum í tilboðsyfirliti sem birt verður innan fjögurra vikna. Forstjóri Símans segir það verð sem boðið er sé gott, og að Síminn muni sennilega þekkjast það. Kaup Skoðunar hafi ekki komið sér á óvart í ljósi þess sem á undan hafi gengið. Búast má við að Exista, sem er stór hluthafi í Símanum, gangi líka að yfirtökutilboðinu. Fréttir Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Sjá meira
Skoðun, dótturfélag Dagsbrúnar, hefur keypt fimmtíu og eitt prósent hlutafjár í Kögun. Síminn, sem er stærsti hluthafinn í Kögun, hafði sýnt áhuga á að leiða fyrirtækið en mun nú líklega fara út úr fyrirtækinu. Nokkur átök hafa átt sér stað í kringum Kögun. Síminn og Exista eiga samanlagt um 38% hlut í fyrirtækinu. Hlutur Símans er tæp 27% og var Síminn stærsti hluthafinn. Brynjólfur Bjarnason forstjóri Símann sagði í samtali við NFS að Síminn hefði haft áhuga á því að leiða fyrirtækið en Síminn hefði samt ekki viljað fara í yfirtöku. Þrír stjórnendur Kögunar keyptu fyrir skömmu aukið hlutafé í fyrirtækinu og náðu meirihluta í stjórn þess með aðstoð Straums. Skoðun, sem er dótturfyrirtæki, Dagsbrúnar keypti svo í gærkvöldi meirihluta hlutafjár í félaginu, eða 51%. En 365 prent- og ljósvakamiðlar, sem meðal annars reka NFS, er í eigu Dagsbrúnar. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, sagði í samtali við NFS að vitað hafi verið að Síminn ætlaði sér að ná meirihluta í stjórn Kögunar og stýra fyrirtækinu, án þess að ráða yfir meirihluta hlutafjár. Þetta hafi farið illa í aðra hluthafa og viðræður við þá hafi endað með því að Dagsbrún keypti meirihluta í félaginu. Gunnar Smári segir engar ráðagerðir um breytingar á félaginu. Þeir Örn Karlsson, stjórnarformaður Kögunar, og stjórnarmennirnir Gunnlaugur Sigmundsson og Vilhjálmur Þorsteinsson verði áfram í stjórn félagsins. Dagsbrún ætlar að leggja fram yfirtökutilboð til hlutafa Kögunar í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. Hluthöfum í Kögun verður boðið að selja hluti sína í félaginu á genginu sjötíu og fimm samkvæmt nánari skilmálum í tilboðsyfirliti sem birt verður innan fjögurra vikna. Forstjóri Símans segir það verð sem boðið er sé gott, og að Síminn muni sennilega þekkjast það. Kaup Skoðunar hafi ekki komið sér á óvart í ljósi þess sem á undan hafi gengið. Búast má við að Exista, sem er stór hluthafi í Símanum, gangi líka að yfirtökutilboðinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Sjá meira