Innlent

Aðstandendafélag aldraðra stofnað

Aldraðir á Grund.
Aldraðir á Grund. MYND/Einar Örn

Stofnfundur Aðstandendafélags aldraðra verður haldinn í Félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði á sunnudaginn. Félagið verður opið öllum sem láta sig hagsmunamál aldraðra varða.

Upphafsmenn félagsins segja markmið þess margþætt en að mikilvægast sé að hvetja til aðgerða vegna kjara og húsakosts aldraðra. Einnig vilja þeir vekja almenning til umhugsunar um kjör aldraðra, stuðla að auknum upplýsingum um stöðu þeirra og efla virðingu fyrir lífi þeirra og ævistarfi.

Reynir Ingibjartsson segir ólíðandi að afar okkar og ömmur, foreldrar okkar og aðrir nákomnir þurfi að húka á biðlistum jafnlengi og raunin er í dag. Hann segir brýnt að þeir sem ekki séu enn komnir á eftirlaun styðji við bakið á aðstandendum sínum og þrýsti á stjórnvöld um úrbætur og hafi í huga að við munum öll vilja ganga að góðri þjónustu fyrir eldri borgara þegar röðin kemur að okkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×