Erlent

Segjast ætla að sleppa Súdönum

Uppreisnarhópur í Írak sagðist í dag ætla að sleppa tveimur súdönskum bílstjórum sem hann hefði rænt í síðasta mánuði. Kom þetta fram í yfirlýsingu frá hópnum á vefsíðu íslamista. Þá sendi uppreisnarhópurinn, sem ber nafnið Her íslams í Írak, frá sér myndband þar sem Súdanarnir tveir iðrast þess að hafa unnið fyrir Bandaríkjamenn í landinu og biðjast vægðar. Ekki er búið að staðfesta að myndbandið sé ófalsað en þar ekki sýnt að mönnunum sé sleppt. Her íslams í Írak eru ein af uppreisnarsamtökum súnníta sem hafa gert árásir á Bandaríkjamenn og þá sem starfa með þeim í í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×